Eins og komið hefur fram hjá ótal miðlum sem sérhæfa sig í tískuumfjöllunum – t.d. hér á Trendnet – þá verða buxnadragtir vinsælar með vorinu. Ég rakst á þessa dragt á flakki mínu um eBay í gær og þó svo dragtin sjálf heillaði kannski ekki mest – alltof langt í næstu áramót – þá var það stíliseringin sem stoppaði mig. Korselettið sem fyrirsætan er í við dragtina fannst mér passa svo vel við – útkoman er stílhrein og klassísk. Svona blúndukorselett passar kannski ekki við hvaða dragt sem er og dressið hentar kannski ekki dags daglega en þá er kannski hægt að vera einmitt bara í hlýralausum topp við – sérstaklega í sumar í brúðkaupi ef til vill….
Ég sé alveg fyrir mér að nota eitt hvítt sem ég á við grænu köflóttu dragtina sem skrifaði um um daginn sem er úr Zöru.
Korselett og dragtir – trend sumarsins – hvað segið þið?
EH
Skrifa Innlegg