Undanfarið hef ég verið ótrúlega skotin í augnförðunum þar sem ljós eyeliner er notaður á móti dekkri augnskuggum. Mér finnst konur almennt alltof fastar í því að vera með svartan eyeliner en sjálf nota ég oftast bara ekki eyeliner. Kannski hugmyndaflugið sé bara ekki alveg nógu gott hjá mér :) En eftir að ég fjárfesti í nýjum eyeliner frá MAC þá lét ég loksins verða úr því að búa til mitt eigið förðunarlúkk með ljósum eyeliner.
Hér fyrir neðan sjáið þið örfáar en fallegar innblástursmyndir. Ég vil reyndar ekki vera með alveg hvítan eyeliner mér finnst það einum of 90’s en ég er hins vegar skotin í daufum ljósum litum alla vega fyrir sjálfa mig.
Mig hefur lengi langað að prófa að gera förðunarlúkk með ljósum eyeliner, þó ég eigi alveg nokkra ljósa eyelinera þá hef ég aldrei látið verða af því að gera almennilegt lúkk með þeim fyr en nú. Ég keypti kremaðan gel eyeliner úr nýrri línu hjá MAC, Magnetic Nudes. Sjúkur liner sem er kremaður á litinn, þéttur með gylltum glimmerögnum í. Ég setti hann yfir dekkri förðun sem ég gerði líka með vörum úr línunni.
Hér sjáið þið úkomuna en ég setti hann meðfram efri augnhárunum og inní vatnslínuna.
Hér sjáið þið hann – hann er í hægra horninu.
Það er náttúrulega mjög sniðugt að vera með ljósan eyeliner með dökkri augnförðun þar sem dökkir litir minnka svæði en ljósir stækka svo saman geta þeir virkað ótrúlega vel saman!
Ég er nú komin með augastað á einum ljósum eyelinertússpenna sem verður pantaður að utan á næstunni ef ég finn hann ekki í Kaupmannahöfn í vikunni. Ég er svo miklu hrifnari af tússunum líklega þar sem ég nota þá meira sjálf og er vanari því. En ég er mjög hrifin af útkomunni á þessu lúkki og ég mun nota þennan eyeliner mikið á næstunni.
EH
Skrifa Innlegg