fbpx

Litsterkar og flauelsmjúkar varir

BourjoisÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumSS14TrendVarir

Ég hef mikið talað um það að snyrtivörumerki virðast vera á sama máli með það hver förðunarnýjung sumarsins er og það eru litsterk gloss og flest þeirra eru mitt á milli þess að vera varalitir og gloss. Sú lýsing á við Rouge Edition Velvet litina frá Bourjois sem er nú fáanleg á sölustöðum merkisin.

Í vörulýsingu segir um litina að þetta séu mattir og léttir varalitir með einstaklega sterkum litapigmentum. Vörulýsingin minnir óneitanlega á Superstay varalitina sem voru fáanlegir hjá einhverjum merkjum fyrir 4-5 árum síðan þar sem liturinn var sér og svo fylgdi varasalvi með til að gefa litnum glans. Velvet litirnir frá Bourjois finnst mér þó í töluvert fallegri litatónum og flottari umbúðum. Ég fékk að prófa þrjá liti til að sýna ykkur…

flauel2 flauel

Litur nr 07 – Nude-ist

Stelpurnar sem ég deili með skrifstofu finnst þessi litur flottastur af þeim sem ég var með…

flauel5

Litur nr. 06 – Pink Pong

Þessi finnst mér flottastur – fer mér held ég best:)

flauel4

Litur nr. 03 – Hot Pepper

Niðurstaðan sem ég hef komist að með litina er að þeir eru virkilega fallegir. Áferðin er hins vegar ekki alveg mött eins og kemur fram í lýsingu þeirra heldur kemur glans á þær. Glansinn gætuð þið fjarlægt með því að blotta varirnar með tissjúi. En eftir að liturinn hefur verið á vörunum í kannski rúman klukkutíma er liturinn orðinn alveg mattur og pikkfastur á vörunum. Mér finnst liturinn ekki smitast útfyrir en ef þið eruð með fínar línur eða ör í kringum varirnar er kannski sniðugt að móta þær fyrst með varablýanti til að koma í veg fyrir að hann leki ekki útfyrir. Af því liturinn festist vel í vörunum þurfti ég að nota olíuhreinsi – ég notaði bara tvöfaldan augnhreinsi – til að þrífa litinn af vörunum. Ég var með litaprufu af litunum á handabakinu frá klukkan 15-22 daginn sem ég fékk litina til að testa endinguna og litirnir entust mjög vel. Um kvöldið var liturinn alveg jafn þéttur og áberandi en dofnaði smám saman – virkilega góð ending.

Ég tek undir með það að glossin eru ótrúlega létt og um leið og þau hafa orðið alveg mött þá finnur maður ekkert fyrir þeim. Fyrir ykkur sem pælið í því hvernig snyrtivörur lykta þá er lítil sem engin lykt af þessum – smá frísklegur ávaxtakeimur.

Samtals eru til nokkrir mismunandi litir en af þessum sem ég hef prófað finnst mér klárlega þessi bleiki flottastur. Ótrúlega sumarlegur og skemmtilegur. Þessir litir eru flott nýjung fyrir sumarið. Bourjois vörurnar eru mjög góðar og á rosalega fínu verði – maður er miklu frekar til í að leyfa sér að fá sér fleiri en einn lit þegar varan er á góðu verði. Ég ætla alla vega klárlega að kíkja á hina sem eru í boði við fyrsta tækifæri.

EH

Glimmerið af með nýju undirlakki

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Eydís

    7. May 2014

    Keypti einmitt Pink Pong í Bretlandi um daginn og fæ endalaust af kommentum um hann þegar ég er með hann, geðveikur litur!

  2. Ragga

    8. May 2014

    Finnst no7 vera klárlega minn litur :)

  3. Gréta

    8. May 2014

    Það væri geðveikt ef þú myndir segja hvað þú ert með á húðinni. Hún er algjörlega gallalaus :)

    • Takk fyrir fallegt hrós! Þetta er ofurduo-ið mitt frá Garnier – 5 sec Blur kremið og Miracle Skin kremið – reyndar frá því fyrr um daginn – þessi er tekin seinni part dag ;)