fbpx

Litríkur Trefill

Lífið Mitt

Við áttum voða kósý en stuttan tíma saman í dag þar sem Aðalsteinn var á vakt svo við fórum í uppáhalds bakaríið okkar, Mosfellsbakarí og fengum okkur síðan jól í bolla eða Chai Latte. Svo skellti ég mér í kaffiboð til ömmu þar sem boðið var uppá heitt súkkulaði og marengs:):)Þennan dásamlega trefil fékk ég síðasta vetur í Rokk og Rósum en einhvern vegin tókst mér að týna honum í litlu íbúðinni okkar. Hann fannst í tiltekt í síðustu viku og er fullkominn fyrir desember kuldann.Nú ætla ég að taka fram jólaskrautið og kveikja á kertum og reyna að hafa það kósý í öllu draslinu….:/

EH

Undirbúningur fyrir komu erfingjans #3

Skrifa Innlegg