Óskalistinn: Canada scarf

WANTED

Ég er treflasjúk. Ég á orðið of mikið af fallegum treflum… sumir dýrari en aðrir. Þess vegna finnst mér þessi á ótrúlega góðu verði eða eitthvað um 17 þúsund krónur. Að sjálfsögðu er hann ekki ódýr.. en hann er svo stór og úr ótrúlega fallegri 100% ull. Og svo er hann frá Acne Studios. Það merki er svo smart – draumayfirhöfnin mín er einmitt frá Acne Studios, en ég er ansi viss um að ég kaupi hana aldrei. Ef mér finnst hún ennþá jafn falleg og þess virði eftir fimm ár væri það möguleiki. Ég hugsa mig alltaf mjög lengi um áður en ég kaupi mér eitthvað sem kostar aðeins meira. Ég stekk aldrei á neitt í flýti, það geri ég bara til að vera viss um að mig virkilega langi í hlutinn. Ætli það sé ekki lærdómurinn af því að kaupa upp lagerinn frá Forever 21 hér í gamla daga.. en þið sem hafið fylgst með mér hvað lengst munið eflaust eftir því hvað ég keypti mér mikið af fötum þegar ég var yngri (og seldi þau svo hálfu ári síðar). Úff, það er mesta vitleysa sem ég hef gert… og svo ég tali nú ekki um peningaeyðsluna.

30-11-2016_acne_studioscanadanarrowscarf_caramelbrown_27n153-59c_mg_2 72b076d7511a596d061c120b776f05d8

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

136a4dbdf0870a790e2e9f38ab417df4 d0af0b5af13a36762515dbd30105341e d99beeab5da8412a1741bf0c404526ec ddf9a1581a348462054956afc8a7efcd f8038941db897d0cf8b8ca67b10fee5c screen-shot-2017-02-12-at-10-50-05-pm

Mig langar í þann sem er karamellubrúnn, en svo er pastelbleiki líka ótrúlega fallegur. Aftur á móti held ég að karamellubrúni fari betur við flestar flíkur. Ég man eftir færslu frá Elísabetu Gunnars um trefilinn og svo minnir mig endilega að Helgi Ómars eigi einn líka.

Fæst hér.

karenlind1

LOUIS VUITTON

FötPersónulegt

Ég rölti aðeins um miðbæinn í dag og kom við á þeim stöðum þar sem ég fæ venjulega hlýjar móttökur og ítalska rembingskossa smellt á báðar kinnar. Ég fékk mér djúsí karamellu gelato, naut sólarinnar og fallega umhverfisins og að lokum hitti ég vinkonu mína á torginu hjá hringleikahúsinu.

Semsagt, fullkomið mömmufrí.

Eftir að hafað setið á heitri gangstéttinni á Piazza Bra, spjallað við Denise um alvöru lífsins og sleikt ísinn upp til agna, gekk ég framhjá franska tískuhúsinu Louis Vuitton. Svo heppilega vildi til að þá mundi ég ákkúrat eftir að ég átti eftir að athuga eitt fyrir systur mínar og kíkti því inn ( Sara, fékkstu snappið ?). Það fyrsta sem ég sá eftir að hafa ýtt upp þungri glerhurðinni og stigið fæti inn á glansandi fínt marmaralagt gólfið var þessi trefill. Líf mitt stöðvaðist um stund og í sömu andrá kom himneskur englakór og söng eitthvað lag sem ég get ekki munað hvað var…

Með öðrum orðum; Ég verð að eignast þennan trefil!

Ég ætla aðeins að ræða málin við Emil þegar hann kemur heim í kvöld en við hljótum að geta komist að einhverju samkomulagi með þetta. Sem betur fer gerðu þeir ( Hellas Verona ) jafntefli á móti Torino áðan og því meiri líkur á að…. you know.. allt fari vel. Mér í hag semsagt.

.. og helst strax á morgun!

Litríkur Trefill

Lífið Mitt

Við áttum voða kósý en stuttan tíma saman í dag þar sem Aðalsteinn var á vakt svo við fórum í uppáhalds bakaríið okkar, Mosfellsbakarí og fengum okkur síðan jól í bolla eða Chai Latte. Svo skellti ég mér í kaffiboð til ömmu þar sem boðið var uppá heitt súkkulaði og marengs:):)Þennan dásamlega trefil fékk ég síðasta vetur í Rokk og Rósum en einhvern vegin tókst mér að týna honum í litlu íbúðinni okkar. Hann fannst í tiltekt í síðustu viku og er fullkominn fyrir desember kuldann.Nú ætla ég að taka fram jólaskrautið og kveikja á kertum og reyna að hafa það kósý í öllu draslinu….:/

EH