Nú er komið að því að taka fyrir kannski heldur óhefðbundin lit – plum. Ég prófaði Chanel maskara í þessum lit – hann fer mínum brúnu augum alls ekki og þið sjáið það vel hérna fyrir neðan. Augun mín verða frekar rauð finnst ykkur ekki. Hins vegar held ég að þessi litur myndi fara ykkur sem eruð með græn augu alveg ótrúlega vel!
Áður en ég prófaði maskarann var ég mjög forvitin að fá að vita hvort að þessi litur væri að seljast vel – en svona litur af maskara er fáanlegur í flestum týpum hjá t.d. Chanel. Ég fékk þær upplýsingar um að svo væri. Eftir að hafa hugsað meira útí þetta þá komst ég einmitt að því að konur með græn augu og þær sem eru með rautt hár eiga hiklaust að nota maskara í þessum lit – sérstaklega ef þið eruð með ljós augnhár. Persónulega er ég hrifnari af því að konur með ljós augnhár noti ekki svartan maskara dags daglega – sérstakega ef það á að leggja áherslu á náttúrulega förðun. Það verða stundum bara of sterkir contrastar. Þess vegna eigið þið með ljósari augnhárin endilega að skoða þessa lituðu, brúna, plum, bláa og fjólubláa. Það er vel þess virði sérstaklega því litirnir vinna með augnlitnum ykkar og gera hann sterkari.
Maskarinn sjálfur – formúlan og burstinn – finnst mér samt æði. Augnhárin verða virkiega þykk og flott en ég hef áður skrifað um hann og prófað í svörtu HÉR. Æðislegur maskari sem endist ótrúlega vel á augnhárunum. Það sem styrkir líka mitt álit á honum er að hann smitast ekki – alla vega ekki á mér.
Niðurstaðan mín er – plum liturinn er fyrir græn augu eða rautt hár og yrði klárlega geðveikur á þeim sem eru með bæði ;)
Næst á dagskrá eru svo fjólubláir maskarar og fleiri bláir m.a. frá Dior og YSL.
EH
Skrifa Innlegg