fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans: Skiptið um sængurver!

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Að skipta um á rúmminu er eitthvað sem ég mætti alveg taka mig á að gera mun oftar en ég geri… – ég viðurkenni það af fúsum og frjálsum vilja. Ef þið eruð gjarnar á að fá leiðinda óhreinindi, bólur og svoleiðis vesen þá ættuð þið í alvörunni að íhuga að skipta örar á sængurverunum ykkar því í þeim leynist ýmislegt misgirnilegt…. :/

En í rúmminu okkar og sérstaklega koddaverum geta leynst hinar ýmsu bakteríur. Því það sem húðin okkar gerir á nóttunni er að hún skilar óhreinindum sem liggja dúpt inní húðinni uppá yfirborð hennar og þá að sjálfsögðu fer eitthvað í koddaverið. Ef þið eruð stundum ekki nógu duglegar að hreinsa af ykkur förðunarvörurnar og leggist bara beint á koddann verða þau að sjálfsögðu strax skítug ekki bara af förðunarvörum heldur af ýmsum öðrum óhreinindum eins og t.d. mengun sem getur sest á koddann okkar. Í koddann okkar sest svo að sjálfsögðu líka slef… – jebb ég er sek, samt eiginlega bara þegar ég er kvefuð.

Svo er það líkaminn og t.d. lappirnar okkar þið getið varla ímyndað ykkur hversu mikið af dauðum húðfrumum líkaminn okkar losar sig við og bakteríur þrífast á þeim og svo sofum við í þeim. Ég er ekkert að grínast með það að ég finn mikinn mun á húðinni minni þegar ég er of lengi að skipta um sængurveri – mér finnst ég frekar fá bólur og ég rek það frekar til skítugra sængurvera heldur en of mikillar Coca Cola neyslu sem er nú frekar jöfn yfir daginn. Svo skilar líkaminn einnig að sjálfsögðu frá sér umfram olíu og svita á meðan við sofum svo við þurfum endilega að venja okkur á að gera þetta að ómissandi parti af vikunni – þetta er eitt af þessu sem ég ætla að taka mig á í að gera á mínu heimili.

Það er eiginlega alveg magnað hvað hrein sængur- og koddaver geta haft góð áhrif á húðina og starfsemi hennar og svo á móti hvað þau óhreinu geta haft slæm áhrif. Þetta er nánast jafn mikilvægt og að hreinsa húðina vel kvölds og morgna.

Ef við tökum svo hræðsluáróðurinn minn alla leið þá sýna rannsóknir það að það sé betra fyrir húðina að sofa t.d. í silki sængurverum – það er minna áreiti frá því heldur en t.d. bómull og teygir því minna á húðinni. Ég ætla nú samt ekki að fara að segja að ef þið sofið í bómullar sængurverum þá fáið þið fínar línu – mér fannst þetta bara mjög steikt pæling og þar sem færslan var orðin dáldið ýkt ákvað ég að taka þetta lengra – kv. sú sem sefur með IKEA sængurver og er mega sátt!

26675c2c50bf97687da44c78ecc02105

Jæja – smá hræðsluáróður í gangi á miðvikudegi! Ég er alla vega farin að skipta um sængurver – sjáumst!

EH ;)

Klassísk hátíðarförðun með Bare Minerals

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sandra

  3. December 2014

  Haha ég elska hvað bloggin þín eru fjölbreytt og skemmtileg! :)
  Og vá hvað þetta meikar mikinn sens, ég er farin að skipta!

 2. Thorunn

  3. December 2014

  Svo er líka gott að skipta svo oftar bara um koddaver á milli þess sem þú þværð allt :)

  kv. þessi sem er alltaf með hreint koddaver og sefur á egypskri bómull (mjög hátt threadcount og jafn mjúk og silki ;))

 3. Þurý Björk Björgvinsdóttir

  7. December 2014

  Hárið á mér tók stakkaskiptum eftir að ég fór að sofa með silkikoddaver… og húðin kann að meta það líka :)