fbpx

Klassísk hátíðarförðun með Bare Minerals

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég er þessi safe týpa þegar ég fer eitthvað fínt út – ég veit ekki afhverju þar sem ég er nú að verða sífellt duglegri við að sýna ykkur ýktari og meira áberandi farðanir :)

Ég hef ekki mikið prófað vörurnar frá Bare Minerals en ég hef alltaf hrifist af steinefnaförðunarvörum einfaldlega vegna þess að þær fara svo vel með húðina og gefa henni góða næringu og steinefni sem styrkja hana. Eftir að hafa aðeins lesið mér til um þetta merki og prófað mig áfram með þær vörur sem ég hef fengið frá merkinu þá verð ég að segja að mér finnast þær mjög flottar og bæði vörurnar sjálfar og litirnir ná að tengja sig vel við það sem er að gerast í förðunartískunni í dag.

Hér sjáið þið hátíðarlúkkið mitt í ár með vörum frá Bare Minerals – þetta er svona ekta Ernu Hrundar jólaförðun ;)

baremineralsbareminerals6

Hér sjáið þið vörurnar frá Bare Minerals sem eru í aðalhlutverki á myndinni…

bareminerals12

 • Prime Time Foundation Primer – þægilegur og mjúkur primer sem fylgdi starter settinu sem ég fékk frá Bare Minerals. Þessi rennur yfir húðina og skilur eftir sig mjúkt og falleg yfirborð.
 • Pure Brightening Serum Foundation – þessi fallegi farði er alveg æðislegur en ég hef sýnt ykkur hann áður í sér færslu. Ég dýrka hvað þarf lítið af honum í hvert skipti en þrír dropar er meira en nóg fyrir mig til að ná að þekja alla húðina.
 • Stroke of Light hyljari – æðislegur léttur hyljari sem gefur fallega ljómandi áferð, hylur bara þokkalega vel og blandast vel við grunninn.
 • Mineral Veil finishing powder – þetta æðislega litlausa púður fylgdi með í starter setti sem ég fékk frá merkinu, ég dustaði því mjög létt yfir húðina bara til að fá fallegri áferð. Ég er alveg sérstaklega skotin í þessu púðri.
 • Warmth All-Over Face Color – fallegur skyggingarlitur sem gefur mjög mjúka andlitsmótun.
 • Ready Eyeshadow í litnum The Perfect Storm – ég fékk svona augnsett með setti af augnskuggum, eyeliner og maskara. Litirnir á augnskuggunum eru mjög beisik og þeir gáfu mér innblásturinn fyrir þetta náttúrulega lúkk sem ég skrifa meira um hér fyrir neðan.
 • Lasting Line Long-Wearing Eyeliner í litnum Absolute Black – eyelinerinn er rosalega mjúkur og fallegur en ég rétt nota hann til að skerpa aðeins á augnumgjörðinni minni.
 • Lash Domination maskari – maskari sem gerir augnhárin extra þykk og seyðandi.
 • Marvelous Moxie gloss í litnum Party Starter – fallegur léttur gloss sem gefur vörunum smá fiðring sem gerir þær enn þrýstnari.

bareminerals10

Ég var virkilega hrifin af augnskuggunum. Ég fer alltaf hægt í að prófa mig áfram með nýja augnskugga og set bara smá og smá í burstann í einu en ég hefði ekki þruft þess með þessa liti sem var mjög gott að vinna með. Ég byrjaði á því að setja hvíta litinn yfir allt augnlokið og setti svo bara svona típíska banana skyggingu með smá aukinni skerpu í globuslínunni með brúnni augnskugganum og fékk þá smá svona 50’s áferð á augun.

bareminerals5

Ég er ofboðslega ánægð með þessa falelgu og mjúku blöndun á augnskuggunum.

bareminerals7

Endingin á förðuninni var virkilega flott og þá sérstaklega á augnskuggunum. Ég hef ekki prófað mikið svona steinefna augnskugga svo ég vissi eiginlega ekki við hverju ég átti að búast svo árangurinn kom mér skemmtilega á óvart!

Bare Minerals vörurnar eru tilvaldar fyrir ykkur sem eru með viðkvæma húð, hvort sem hún er þur eða olíumikil því þær eru svo nærandi fyrir húðina og erta hana lítið sem ekkert og henta því að sjálfsögðu viðkvæmum vel. Fyrir áhugasamar þá eru allar vörurnar frá þessu flotta merki á 25% afslætti í Hagkaup Smáralind fram á sunnudag.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Húðdroparnir sem eru að sigra heiminn!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Hulda

  3. December 2014

  Ég splæsti einmitt í Starter Kit áðan, spennt að prófa :)

  Er einhver sérstök aðferð við að bera þessa púðurfarða á samt?

  • Reykjavík Fashion Journal

   3. December 2014

   Vinna þá bara í hringlaga hreyfingar, passaðu að vera alls ekki með of mikið í burstanum svo dustaðu fyrst vel úr honum áður en þú berð hann á andlitið. Ég set bara smá púður í lokið, setja svo burstann í og taka smá púður, dusta úr í lokið og bera svo á andlitið :)

 2. Hulda

  3. December 2014

  Takk fyrir, held ég geti engan vegin beðið til morguns með að prófa, beint inn á bað ;)

 3. Thorunn

  3. December 2014

  Ég myndi giftast Stroke of Light ef það væri hægt en þessum bleika samt ;)