Við skulum ekkert fara útí það að ræða hvað er löngu kominn tími á það að afhjúpa fleiri leyndarmál – stundum hættir mér til að verða dáldið einhæf en ég reyni samt að passa mig að koma alltaf reglulega með eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur og er alltaf að reyna að finna uppá einhverju nýju og skemmtilegu sem ég vona að komist til skila :* En mér datt í hug að hafa smá hátíðarþema á leyndarmálunum í dag – týna saman nokkra punkta sem gætu nýst ykkur næstu vikurnar og fyrir hátíðirnar.
Látið augnförðunina endast:
Eitt ráð sem ég lærði þegar ég var í förðunarnáminu (fyrir 6 árum!! ég er orðin svo gömul ;)) og hefur reynst mér svo vel allar götur síðan var að grunna alltaf augnfarðanir með blýanti. Ég geri þetta enn í dag og hef lært fleiri tix, yfirleitt grunna ég alltaf skygginguna fyrst t.d. með dökkbrúnum eyeliner og dreifi vel úr honum og set svo púðuraugnskugga yfir. Ef ég geri smoky þá set ég t.d. svartan eða brúnan mjúkan eyeliner meðfram rót augnháranna og set frekar þykka línu og dreifi svo úr henni yfir allt augnlokið, ef ég er að gera bara skyggingu þá ramma ég hana inn og smudge-a línuna bara til og mýki. Þetta gerir það að verkum að augnförðunin fær miklu meiri dýpt og endist miklu betur. Tilvalið t.d. að nota þetta ráð fyrir skyggingar yfir jólin þar sem við veljum klassískari farðanir og svo smoky útgáfuna á áramótunum þegar við viljum aðeins meira.
Svo fáið þið líka að sjálfsögðu ótrúlega góða endingu með því að nota primer undir augnförðunina t.d. augnfarðaprimerinn frá Smahsbox ;)
Gerviaugnhár:
Er eitthvað sem margar konur grípa í yfir hátíðirnar. Það er nú alveg dásamlegt og ég fagna því nú að hér sé loksins komið ótrúlega gott úrval af flottum augnhárum, Red Cherry HÉR, Social Eyes HÉR, Modelrock Lashes HÉR og núna nýjast Tanya Burr – meira um þau á morgun. Ef þið veljið rétt gerviaugnhár geta þau gert heilmikið fyrir ykkur án þess að þurfa að vera alltof ýkt og gervileg.
Hafið í huga þegar þið veljið ykkur augnhár að þau henti ykkar augnlagi, ef þið erum með hringlótt augu veljið þá augnhár sem speglast um sig miðja og eru þannig alveg jöfn, koma styst í augnkrókunum og lengst yfir mitt augað. Ef þið eruð með möndlulaga augu veljið þá aunghár sem lengjast eftir því sem nær dregur ytri augnkróknum. Hafið einnig í huga að velja þægileg augnhár sem eru ekki með of þykkri rönd – þ.e. röndin sem leggst uppvið rót ykkar augnhára því þau augnhár geta virðst dáldið þung þegar þau koma á augun og þið jafnvel ekki náð að opna augun almennilega… Öll augnhárin sem ég nefni hér að ofan eru æðisleg þegar kemur að þessu – þau eru ekki of þung og mjög þægileg í ásetningu.
Ef þið hafið áhuga á að nota gerviaugnhár þá er næsta sýnikennslumyndband einmitt um þau ;)
Klassískar neglur:
Ég veit ekki með ykkur en ég vel naglalakk yfir hátíðirnar sem er tímalaust og hentar mér alla þrjá dagana – mögulega nenni ég að skipta fyrir gamlárs en það er oft bara svo mikið að gera á þessum tíma hjá okkur og þá er kannski ekki tími til að vera alltaf að setja nýjan og nýja lit. Notið undir og yfirlakk til að auka endingu lakkanna – ég mæli eindregið með yfirlakkinu frá The Body Shop það er dásemd og litirnir verða svo glansandi og flottir og endingin er alveg frábær.
Ef þið viljið dáldið svona gelfíling þá ættuð þið að skoða nýju gellökkin frá L’Oreal, það eru tvöföld lökk sem eru með lit öðrum megin og styrkingu hinum megin sem gefur gellúkkið og eykur endinguna. Ég er mjög hrifin af endningunni – þeir hjá L’Oreal segja 12 dagar eftir mínar prófanir segi ég 8-10 dagar – eftir því hvað ég er að gera. Ef ég er t.d. að setja saman IKEA húsgögn t.d. eldhúsinnréttingu – þá stútar það alveg lakkinu – það stútar svo sem öllum lökkum ;)
Undirstaðan má ekki klikka:
Húðin má alls ekki klikka – undirstaða fallegrar förðunar er heilbrigð húð í góðu jafnvægi. Byrjið því ekki seinna en næstu helgi að hugsa vel um húðina og halda henni í góðu jafnvægi. Þrífið húðina kvölds og morgna, notið góða næringu og skrúbbið húðina vel til að hjálpa henni að endurnýja sig. Munið að gefa ykkur góðan tíma í líka að næra húðina, ég er alltof oft ennþá að leiðrétta konur með notkun á serumi. Ef þið eruð að nota sérstakt serum setjið það þá fyrst á hreina húðina, leyfið seruminu að fara vel inní húðina og gefið því helst um það bil 10 mínútur áður en þið setjið kremið á. Serum eru með mun meiri virkni en kremin og fara lengra inní húðina. Það er því mikilvægt að gefa þeim góðan tíma svo þið fáið sem mest útúr vörunni sjálfri. Svo setjið þið kremið á en kremið og serumið vinna að því að ná að næra öll lög húðarinnar, saman ef vörurnar eru notaðar rétt geta þær skila miklum árangri og komið húðinni í gott jafnvægi. Ég enda svo næringarferlið á augnkremi. Vörurnar sem ég hef verið að nota undanfarið eru úr Skin Perfection línunni frá L’Oreal – þar er serum, rakakrem, augnkrem og þreytubani og vörurnar eru svo flottar og góðar í notkun. Ég er líka að fá mikið að jákvæðum athugasemdum við húðina mína sem er ánægjulegt og segir mér að vörurnar eru að virka.
En eins og með augun er líka mikilvægt að grunnförðunin endist vel á húðinni. Þannig að þegar þið eruð búnar að setja á ykkur rakann og leyfa honum að þorna – sirka 10 mínútur þá berið þið góðan primer á húðina. Photo Finish Pore Minimizing primerinn frá Smashbox er að koma ótrúlega vel út og ég er að fýla hann í tætlur því hann jafnar svo ótrúlega vel áferð húðarinnar og er frábær grunnur fyrir það sem koma skal.
Ég ætla svo að koma með fleiri hátíðartengd ráð núna á næstunni og ef ykkur vantar einhver sérstök ráð ekki hika við að senda mér athugasemd eða senda mér bara línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.
Á morgun er það svo allt um Tanya Burr augnhárin og hátíðarlúkkið frá Dior sem ég sýndi einmitt á Instagram í dag – þið finnið mig undir @ernahrund.
EH
Skrifa Innlegg