Já þið lásuð rétt! Nú er komið að því að gefa heppnum lesendum Beautyblender að eigin vali. Ég efast nú ekki um að margar ykkar hafi lesið það úr færslunni minni í gær um svampana góðu sem nú fást hér á landi að ég myndi setja af stað eins og einn gjafaleik. Okkur Söru og Sillu fannst það alveg tilvalin hugmynd og gefa einhverjum sem langaði mikið að prófa svamapana færi á því. Þið getið komist að því hvernig þið gætuð unnið Beautyblender hér fyrir neðan en ég vona að þið lesið fyrst restina af færslunni þar sem ég fer aðeins yfir hvern svamp… :)
Hér sjáið þið þá alla – þetta eru náttúrulega ekkert smá litríkir og flottir förðunarsvampar!
Eflaust hugsa einhverjar um hver er munurinn á þessum og öðrum förðunarsvömpum en þá eru það auðvitað Beautyblender svamparnir þeir sem koma förðunarsvömpum aftur á kortið. Þeir eru sérstaklega mjúkir og það er rosalega gaman að fræðast um tilgang hvers og eins. Ég hlakka mikið til að prófa mig áfram með mína, fara eftir leiðbeiningunum og prófa mig svo áfram. Svamparnir eru alveg lygilega mjúkir og flottir og get rétt ímyndað mér áferðina sem kemur þegar maður notar þá bara í grunninn – en margir af þekktustu Youtube gúrúunum eru bara að nota Beautyblender svampana í sínar farðanir – nota bara bursta fyrir augu og varir – það er nú alveg frekar magnað og ég á nú erfitt með að ímynda mér hvernig þau fara að en ég er spennt að læra!
Sá bleiki:
Hér er þessi upprunalegi svampur sem virðist hafa startað öllu þessu svakalega svampæði sem hefur gripið um sig í förðunarheiminum. Þessi er svo mjúkur og fallegur og hann gefur af því sem ég hef séð af hönum öllum förðunarvörum fullkomna áferð – ég er rosalega spennt að prófa þennan almennilega og deila því að sjálfsögðu með ykkur!
“The unique shape and exclusive material available only with beautyblender® ensures impeccable, streak-free application with minimum product waste. Use it with primers, foundations, powders, cream blushes, and any other complexion product.“
– Sephora.com
Sá hvíti:
Þessi er svo hreinlegur og fallegur að ég myndi bara aldrei vilja setja hann í neinar litaðar förðunarvörur! En einhvers staðar las ég mér til um að þessi hæfði sérstaklega í allt sem tengdist húðinni og að hann hentaði betur í s.s. ólitaðar förðunarvörur eins og krem, serum, augnkrem, primera og allar þessar undirstöðu vörur. Það er eflaust líka hægt að nota þennan í ljómandi vörur eins og ljósa higlightera og svoleiðis.
„beautyblender® pure® is designed to ensure optimal application of the most advanced skincare products. Leave the old method of applying product with fingers behind and say goodbye to spotty coverage, less penetration of product in key areas (eyes, nose, etc.), and dirt traveling over freshly cleansed skin. Use it with complexion products, serums, eye treatments, moisturizers, makeup removers, and any other skincare product. “
– Sephora.com
Sá svarti:
Hér er á ferðinni hrikalega flottur svampur sem er auðvitað fullkominn í þessar vörur sem eru superstay eða vatnsheldar og mjög dökkar, vörur til að skyggja húðina og jafnvel til að setja á sjálbrúnkukrem og fá fullkomna áferð – því það mun ekkert sjást á svampinum hann er jú svartur!
„Beautyblender® Pro is the perfect application method for darker-toned products that would be difficult to rinse clean from a lighter colored applicator. Use with complexion products, long-wear makeup, and self-tanners for flawless results. “
– Sephora.com
Sá græni:
Hann er minnstur og þeir koma tveir saman í pakka. Ég sé fyrir mér að með honum sé hægt að fullkomna grunnförðunina, fela misfellur og jafna áferð farðans, bæta á hyljara og hægt að gera svona vandaverk sem þarfnast nákæmni.
„This makeup blender lets you perfect makeup application in the inner eye corners, brow bones, sides of nose, cheeks, and more. Designed with exclusive beautyblender® material and one fourth the size of the original sponge, these non-disposable micro.mini sponges are the perfect tool for concealing small areas. Simply wet them so that they increase in size so that you can highlight and contour your face and ensure less makeup waste.“
– Sephora.com
En mig, Söru og Sillu langar að gefa áhugasömum lesendum svamp að eigin vali til að prófa – við ætlum að gefa einn bleikan, einn svartan og einn hvítan og það sem þið þurfið að gera til að vera með er að…
1. Deila þessari færslu með því að smella á Facebook takkann.
2. Setja Like á síðu Beautyblendersins – BEAUTYBLENDER Á ÍSLANDI
3. Skrifa athugasemd við þessa færslu, undir fullu nafni, hvaða svamp þig langar í (bleikan, hvítan eða svartan) og afhverju þig langar að prófa Beautyblender!
Ég dreg svo úr öllum innsendum athugasemdum seinni part sunnudags og birti nöfnin á síðunni hjá mér :)
Svo svona að lokum fyrir þær sem langar í svamp ekki seinna en á morgun þá ætla þær Sara og Silla – Beautyblender drottningar Íslands – að vera með opið inní Reykjavík Makeup School á morgun milli 14:00 og 16:00 fyrir þær sem langar að kaupa en skólinn er staðsettur á Lynghálsi 4 uppá Höfða.
Go nuts!
EH
Skrifa Innlegg