fbpx

Krullujárn sem sér um allt – eða næstum því – video

Ég Mæli MeðHárSýnikennsla

Vonandi hefur fyrsta tölublað Reykjavík Makeup Journal alls ekki farið framhjá ykkur – en þið getið fundið það HÉR. Ég er komin á fullt að undirbúa næsta tölublað og ég er að vinna hörðum höndum að því að undirbúa myndatöku fyrir næsta myndþátt. Þar sem það á að koma út fyrir jól þá kemur kannski fáum það á óvart að þar verði eitthvað um hátíðarfarðanir og hárgreiðslur. Mig langar dáldið að koma með fullt af hugmyndum fyrir ykkur um farðanir og hárgreiðslur – svo allir geti fundið sér lúkk við hæfi. Ég er búin að vera að pæla dáldið í hárinu því mér finnst hárvörur á ákveðin hátt teljast sem snyrtivörur – það er bara mín skoðun. Þar af leiðandi er ég búin að vera að skoða mikið af hárgreiðsluhugmyndum sem passa við farðanirnar sem ég er búin að hugsa mér að gera. Þar sem ég er nú með frekar slétt hár en er helst alltaf með krullur þegar ég fer eitthvað fínt – ef ég hef tíma til að gera þær – þá fór ég að skoða krullujárn. Ég sá myndbönd af nýja járninu frá Babyliss og ég bara varð að fá að prófa það og sjá hvort það hentaði ekki fyrir einhverjar greiðslur í blaðinu.

Síðan ég prófaði nýja Babyliss krullujárnið, Curl Secret, í gærkvöldi hef ég varla getað hætt að hugsa um hversu mikil snilld það er! Þetta er krullujárn sem sér um allt saman sjálft, þið þurfið bara að klemma því utan um lokkinn sem þið viljið krulla og járnið dregur restina af lokkinum inní sig og svo lætur það vita þegar hárið er tilbúið.

Ég tók upp smá myndband af því hvernig járnið virkar og hver mín upplifun af því er. Ég þurfti reyndar að taka myndbandið upp nokkrum sinnum en það var alltaf eitthvað smá sem klikkaði sem gerði það að verkum að ég þurfti að byrja aftur – en það var sko ekki járnið sem var ósamvinnuþýtt….

Mig langar að benda ykkur á það að viðbrögðin mín við fyrstu krullunni eru alveg ekta – ég var í alvörunni búin að vera að nota járnið bandvitlaust þar til ég horfði á kennslumyndband á youtube. Þetta var í fyrsta sinn sem ég sá hárrétta útkomu;) Mistökin sem ég gerði var að ég sneri hausnum á járninu vitlaust, ég misskildi myndina á járninu með leiðbeiningunum og fannst það ætti að snúa hinsegin.

Endilega kíkið á þetta, passið að myndbandið er dáldið leiðinlegt því það var alltaf að fókusa fram og tilbaka – mig langaði bara svo að sýna ykkur hvernig það virkar!

Hér sjáið þið svo hárið mitt reddí – þetta er sjálfsmynd svo því miður sést ekki allt hárið en ég lofa að koma með betri myndir sem fyrst. Þið getið smellt á myndirnar til að sjá þær stærri.

Eins og ég segi í myndbandinu þá er ég nú enginn hárgreiðslusnillingur heldur bara förðunarfræðingur. Þrátt fyrir það þá luma ég á ýmsum hártrixum sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina en ég lendi mikið í því að þurfa að sjá um hár líka í verkefnum. Ég efast ekki um að þetta járn muni koma sér vel í framtíðinni – sérstaklega við gerð næsta RMJ ;)

Þetta járn á heima í öllum jólapökkunum í ár!

EH

Býð uppá farðanir á Miðnæturopnun Kringlunnar

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Sara

    29. October 2013

    Flottar krullur!
    Hvað er verðið á þessu járni?

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. November 2013

      Heyrðu þú færð það í elko og hagkaupum – þar er það á 25000kr en það er víst aðeins ódýrara í elko:)

  2. loa

    29. October 2013

    Algjör snilld!!

  3. Margret

    29. October 2013

    Fenguð þið allar á trendnet svona járn gegn þvi að auglysa það? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2013

      Eins og ég segi í færslunni sóttist ég eftir að fá að prófa járnið til að sjá hvort það væri ekki fullkomið í umfjöllun fyrir næsta RMJ – sem ég komst að að væri bara algjörlega málið enda snilldargræja ;)

  4. Lára

    1. November 2013

    haha geggjað, hvað kostar þetta?

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2013

      Heyrðu þú færð það í elko og hagkaupum – þar er það á 25000kr en það er víst aðeins ódýrara í elko:)

  5. Sigrún H.

    1. November 2013

    Þú ert svo einlæg og yndisleg, elska bloggið þitt :)

  6. Anna

    2. November 2013

    Þú gleymdir að segja að það má bara hafa litla lokka í einu. Ef maður hefur of stóra getur það rifið hárið. :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2013

      Já það er rétt! Góð athugasemd – held ég hafi sagt það í einu af hinum videounum sem ég þurfti að hætta við því Tinni vaknaði alltaf:);)

  7. Ása Regins

    2. November 2013

    hahaha Erna þú ert snillingur, ég skellihló með þér þarna í byrjun !! Járnið lítur líka súper vel út, ég þarf líka að kíkja á þessa græju ! :-)

  8. Ragnheiður

    2. November 2013

    Takk fyrir skemmtilegt myndband.

    Veistu hvar járnið fæst?