fbpx

Kinnalitir #3

GuerlainHúðmakeupMitt Makeup

Ef það er ein vara sem ég man sérstaklega vel eftir mér stelast í úr snyrtibuddunni hennar mömmu þá eru það Guerlain Météorites perlurnar! 

Ég er búin að vera að lesa mér aðeins til um þessa vöru og tæknin og hugmyndin á bakvið hana finnst mér heillandi! Eins og þið sjáið á myndinni samanstendur púðrið af mismunandi lituðum perlum mér sýndist vera 6-7 mismunandi litir. Litirnir á perlunum eru valdir saman af mikilli varkárni og þegar þeir blandast saman og komast í nálægð við ljós þá endurkastast á kinnunum dýrindis ljómi. Perlurnar koma í svona fínu og þéttu boxi og með púða ofan á svo það fer vel um þær – svo eru þær sjálfar vel þjappaðar saman svo það er allt gert til að koma í veg fyrir að þær losni í sundur. 

Ég notaði púðann sem fylgdi með til að bera púðrið á kinnarnar og líka uppmeð kinnbeinunum því það kemur líka fallegur highlight á kinnbeinin þegar ljós kemur á húðina. Það er einfalt að stjórna því hversu sterkur liturinn er því meiri lit sem þið viljið því meiri lit setjið þið í púðann – ég er hrifin af sterkum kinnalit sérstaklega dags daglega þegar ég er með náttúrulega förðun. Ég er með litinn Pink Fresh 02 á mér og það er ótrúlega skemmtilegt líka að umbúðirnar eru í sömu litum og perlurnar í boxinu eins og sést vel á myndinni.

Mér finnst svo ofboðslega góður ilmur af perlunum mmm… stundum tek ég boxið bara upp til að lykta af því – ég veit það hljómar undarlega en þið sem hafið fundið ilminn af þeim eruð vonandi sammála mér;)

EH

Fataskápurinn Minn

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Anna

    9. March 2013

    Ómæ! Hvar keyptiru þessa gullmola? :D

  2. Ólöf

    10. March 2013

    Ég hef átt þessar dásemdar perlur í að minnsta kosti 5 ár, ilmurinn af þeim er ennþá jafn yndislegur! Púðrið er þó ekki í daglegri notkun en samt notað nokkuð oft og það sér ekki högg á vatni !