fbpx

Kíkið á kósíkvöld í kvöld!

Á ÓskalistanumLífið Mitt

Í dag ætla ég viljandi að hvíla mig vel svo ég geti verið úthvíld og tekið þátt í fjörinu sem verður í Kringlunni í kvöld. Ég ætla að vera inní Vero Moda í Kringlunni og aðstoða viðskiptavini við að skrá sig í glæsilegan vildarklúbb verslunarinnar. Mér finnst þetta virkilega skemmtileg nýjung sem veitir viðskiptavinum aukin fríðindi. Svona klúbbar eru þekkt fyrirbæri erlendis og fríðindin sem fylgja þessum klúbbi eru ótrúlega flott! Frá og með deginum í dag verður hægt að skrá sig í verslunum Vero Moda – í Kringlunni er kósíkvöld og 15% afsláttur af öllum vörum í búðinni (nema af útsöluvörum) og í Smáralind já þar verður nýja sendingin tekin upp en hún er vægast sagt glæsileg og ég mun fara heim úr vinnunni á morgun með nokkra poka af fallegum flíkum.

Það eru þónokkrir kostir við að skrá sig í vildarklúbbinn:

  • Þið fáið send óvænt tilboð í smsi eða tölvupósti.
  • Þið fáið boð á sérstök vildarklúbbskvöld sem meðlimum er eingöngu boðið á þar sem uppákomur, kaupaukar eða jafnvel afslættir verða í boði.
  • Ef þið skráið ykkur í verslunum Vero Moda núna um helgina þá fáið þið stimpilkort. Þið fáið 1 stimpil ef þið verslið í búðinni fyrir 10.000kr eða meira og 2 stimpla ef þið verslið fyrir 20.000kr eða meira – þegar þið klárið að fylla kortið sem tekur 10 stimpla fáið þið virkilega góðan afslátt af næstu kaupum.
  • Vildarklúbbsmeðlimir eiga kost á að skrá afmælisdaginn sinn inná sínu svæði og fá því afmælisgjöf frá Vero Moda.
  • Það sem þið þurfið að skrá er netfang og símanúmer, þið fáið ekki endalaust af póstum þetta er í mesta lagi 1-2 póstur í mánuði og það er minnsta mál að skrá sig úr klúbbnum.

Vero Moda_DAG1_10_147_ISO_Coated_cmyk

Ef þið viljið ganga frá skráningunni núna farið þið inná – my.veromoda.com, fyllið út skráninguna og sendið inn. Það sem þið þurfið þó að passa uppá er að vera með staðsetningu ykkar skráða í símann eða tölvuna svo síðan geti fundið út hvaða Vero Moda verslun er næst ykkur svo þið getið skráð ykkur í réttan klúbb. Þegar þið klárið skráninguna þá fáið þið tölvupóst þar sem þið eruð beðnar um að staðfesta skráningu að því loknu fáið þið fyrsta glaðninginn ykkar sem er snilld!

Hér sjáið þið svo brot af sendingunni sem ég er svo spennt fyrir – hlakka svo til að mæta inní Smáralind á morgun og stilla þessum fallegu vörum upp. Sendingin er væntanleg inní Smáralind í dag, vörurnar koma smám saman inní hús svo endilega fylgist vel með og munið að skrá ykkur í vildarklúbbinn!

Annars hlakka ég mikið til að sjá ykkur í Vero Moda Kringlunni í kvöld og aðstoða ykkur við að skrá ykkur í klúbbinn. Þið getið bæði skráð ykkur í iPad sem við verðum með í búðinni eða á blöð og við græjum þá skráninguna.

EH

Máttur kókosolíunnar

Skrifa Innlegg

17 Skilaboð

  1. Berglind

    19. February 2015

    Það gengur eitthvað voða ílla að skrá sig :/

    • Reykjavík Fashion Journal

      19. February 2015

      Getur verið að það sé af því að þú ert ekki með skráða staðsetningu inná browsernum þínum – ertu að gera þetta í tölvu eða síma?

      • Berglind

        19. February 2015

        Ég er að gera þetta í tölvu.
        Fékk email um að staðfesta skráningu eftir að hafa reynt að fara í gegnum þetta 3 sinnum en svo þegar ég ýti á staðfestinguna þá skeður ekkert og hvergi gat ég sett inn fæðingardag.

        • Reykjavík Fashion Journal

          19. February 2015

          Sæl Berglind – það eina sem þú þarf að gera við staðfestingar emailið er að smella á linkinn og þá gerist það sjálfkrafa – viðmótið er hannað fyrir síma og spjaldtölvur svo það er betra að gera það þar og þar færðu upp möguleikann með afmælisdaginn í skráningarferlinu :)

  2. RR

    19. February 2015

    gekk vel hjá mér að skrá mig :)
    En hvergi í boði þarna að setja inn afmælisdag.

  3. Dröfn

    19. February 2015

    Ekkert mál að skrá og gat sett inn fæðingardag

  4. Heiða

    20. February 2015

    Hæhæ, ég hef ekki enn fengið glaðninginn sendann sem stendur að maður eigi að fá um leið og skráningu er lokið? :)

      • Berglind

        20. February 2015

        Ekki ég heldur

      • Heiða

        21. February 2015

        Takk kærlega fyrir :)

      • Anna Heiða

        23. February 2015

        Sama hér :(

  5. Sigrún Eygló Fuller

    20. February 2015

    Ég get ekki heldur skráð mig, næ að velja búð, fylla inn nafn símanúmer og netfang og er svo bara föst þar. Kemur enginn valmöguleiki á að halda áfram. Er að nota tölvu

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. February 2015

      Prófaðu að gera það í síma eða spjaldtölvu ef þú hefur tök á – eins og ég segi hér fyrir ofan þá er viðmótið hannað fyrir þannig tæki og virkar því best þannig :)

  6. Lilja

    21. February 2015

    Fékk heldur engan glaðning eftir skráninguna, á hann að koma í tölvupósti?

    • Reykjavík Fashion Journal

      21. February 2015

      Já, ef hann er ekki kominn þá hlýtur hann að láta sjá sig á endanum, ætla samt að double tékka ;)

    • Rut Rúnarsdóttir

      23. February 2015

      sama hér..