fbpx

Kavíar Neglur

BourjoisneglurOPI

Mig hefur svo lengi langað að prófa að gera kavíar nelgur. Hef alltaf ætlað að kaupa Ciaté naglakavíar á eBay en alltaf hætt við því mér þótti það svo dýrt. En nú er hægt að fá svona hér á Íslandi – ég vissi alla vega ekki til þess að það hafi verið hægt áður – hjá Bourjois. Það kom hellingur af skemmtilegum naglavörum fyrir sumarið hjá merkinu m.a. naglalakkseyðir með svampi og pumpu, fullt af flottum litum í naglalakkalínuna þeirra og kavíarinn!

Ég byrjaði á því að setja base coat á neglurnar og valdi litinn you’re such a Budapest frá OPI af því mér fannst hann tóna svo vel við kurlið sem er með svona smá fjólutóni í.

Á nöglina sem ég setti kavíarinn á setti ég eina umferð af naglalakkinu – ákvað að það væri betra að hafa lit undir því – annars myndi kannski sjást betur ef þetta myndi ganga illa hjá mér. Þegar lakkið var aðeins búið að þorna stráði ég kavíarnum yfir og leyfði lakkinu að þorna alveg áður en ég setti top coat yfir. Ég þurfti að gera þetta tvisvar á fyrstu nöglina því ég klúðraði þessu með því að setja kavíarinn á naglalakkið þegar það var ennþá of blautt – þetta gekk mun betur í seinna skiptið – lakkið var þannig að ég gat líka auðveldlega slétt yfirborð naglarinnar með því að nudda yfir kúlurnar og þá færðust þær til. Mesta snilldin er svo að kavíarinn haggast ekki þegar maður setur top coat yfir;)

Ég er ótrúlega hrifin af þessu og eiginlega bara öllu sem gerir neglurnar mínar aðeins fínni en þær eru – fullkomið fyrir sumarið!

EH

Matt Sólarpúður

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. sjomla

    21. June 2013

    hvar keyptiru þetta :)?

  2. Ásta

    21. June 2013

    Hvernig kemur samt út að setja topcoat yfir? Ég á svona frá öðru merki og settimtopcoat og fannst það alveg hræðilega ljótt :/ eru þetta kannski meira flögur en kúlur?.

    • Nei þetta eru kúlur og ég hugsaði með mér að það væri betra fyrir mig að hafa topcoat yfir bara því mínar verða fyrir svo miklu hnjaski útaf litla kút. En ég er með top coat frá L’Oreal, áferðin var ennþá svona hrjúf en kúlurnar fannst mér fastari – það er samt ábyggilega flottara að hafa ekki top coat :)