fbpx

Kaffið bragðast einfaldlega betur…

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

…. í nýjum Múmínbolla!

Okei, okei… ég veit ég er með söfnunaráráttu en ég held ég sé með eina fallegustu söfnunaráráttu sem fyrirfinnst. Mig langaði að sýna ykkur nýjustu þrjá bollana sem hafa bæst í safnið síðan ég sýndi ykkur það síðast.

múmín6

Hér er það nýjasti bollinn með honum Snúð, einn vintage með snorkstelpunni og einn einstaklega fallegur bolli sem er mjög erfitt að nálgast en allt er hægt með aðstoð annarra múmínsafnara.

múmín2

Nýji bollinn hans Snúðs kom í verslanir fyrir stuttu eða á sama tíma og Mía litla. Mér finnst bollinn mjög fallegur hann er svo sumarlegur og bjartur og hæfir karakternum sérstaklega vel. Þessi kom heim með mér frá opnun Iittala verslaninnar í Kringlunni – ég stóðst ekki mátið þegar gestum opnunarinnar var boðið uppá 20% afslátt :)

múmín3

Maðurinn minn hefur sjaldan verið mjög áhugasamur um þetta áhugamál mitt en um daginn kom hann mér á óvart með þennan svakalega fallega bolla sem hefur verið lengi á óskalistanum mínum. Ég varð orðlaus þegar ég sá hann koma uppúr pakkanum. Ég hálfpartinn tími ekki að drekka kaffi úr honum en bollinn er ekki framleiddur lengur svo hann er eingöngu fáanlegur í gegnum t.d. ebay. Minn kemur frá Finnlandi og hann var alveg ónotaður – enn með strikamerki og öllu. Held þetta sé einn af fallegustu múmínbollunum ég elska þennan gula lit!

múmín4

Svo er það bollinn sem er eingöngu til í Svíþjóð en hann er partur af herferð þar sem nefnist Keeping Sweden Tidy. Bollinn er alveg æðislegur og hann varð minn í gegnum skemmtilegustu grúppuna á Facebook – Múmínmarkaðinn. Þar eru safnarar og áhugamenn um múmín velkomnir og ef þið hafið áhuga ættuð þið endilega að skrá ykkur í hópinn – við höfum samt ekki húmor fyrir þeim sem gera grín af áhugamáli okkar ;) En ein yndisleg í hópnum pantaði nokkra auka bolla þegar hún pantaði sinn og var svo góð að bjóða mér að kaupa einn þeirra.

múmín

Ég hef sagt það áður í þessari færslu og mörgum öðrum þá er kaffið alltaf betra í múmínbolla og svo sannarlega í nýjum múmínbolla!

EH

Spennandi nýjungar frá YSL

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Linda María

    17. April 2015

    Guli er æði!!

  2. Ásta Dröfn

    17. April 2015

    Flottir bollar ! En afhverju finn ég ekki þennan múmínmarkað á facebook?
    Kv annar forfallinn múmínsafnari :)

  3. Guðbjörg

    18. April 2015

    langar svo í gulu snorkstelpuna!!!