Á mínu heimili er allt á fullu í undirbúningi fyrir jólin og fyrir erfingjann sem er settur eftir 2 daga – það verður gaman að sjá hvot það standist þó svo að það myndi eflaust hjálpa fjárhag heimilisins ef hann kæmi eftir áramót – svona útaf hækkun fæðingarorlofsins sem tekur líklega gildi 1. jan:)
Í dag tökum við til, skreytum jólatréð og Aðalsteinn er nú þegar byrjaður að elda jólamatinn en við erum svo fullorðins að við viljum bara alltaf vera heima hjá okkur á aðfangadagskvöld. Mikið hlakka ég nú samt til að komast aðeins út í dag, rölta um jólaþorpin sem eru búin að spretta upp víðs vegar um bæinn, rölta í bænum og keyra út nokkrar jólagjafir.
Tók tímaritastaflann minn í gegn í morgun – úff hvað það tók á en útkoman er svo fín og falleg!Við mamma fórum á Frostrósir Klassík í Hörpunni á föstudaginn – fullkomnir jólatónleikar!Aðalsteinn fór út í skó og sagaði jólatré a la Griswold fjölskyldan – það þurfti að saga aðeins af því svo það kæmist fyrir. Í kjölfarið skelltum við okkur í jólaskrautsleiðangur í gær því við ættum ekki nóg af jólaskrauti… Samtals þurfti svo 200 peru ljósaseríu til að ná að covera allt tréð!Litlar frænkur fá bleika prinsessupakka og ný hárbönd***Jólaskrautið sem er á leiðinni uppá tré:D
…. og seinna í dag kemur nú sýnikennsla – og önnur í fyrramálið;)
EH
Skrifa Innlegg