Í gærkvöldi hófst innpökkunin á heimilinu mínu. Ég leggst alltaf í mikla heimildarvinnu á netinu til þess að leita mér að innblæstri fyrir innpökkunina. Svo eyði ég dáldið miklum tíma og peningum í að vinna rétta pappírinn, réttu skrautböndin og réttu merkimiðana. Í ár ákvað ég að spara í öllu nema gjafamiðunum. Ég notaði bara pappír og bönd sem ég fann inní skáp frá síðustu árum. Röndótti pappírinn er úr IKEA, ásamt röndóttu böndunum. Rauða borðann keypti ég í föndurbúð og þessa fallegu merkimiða frá Reykjavík Letterpress fékk ég í Hrím. Þeir kosta dáldið mikla peninga en þeir gera alveg pakkana eða það finnst mér alla vega :)
Rosalega vonast ég til þess að mínir nánustu verði ánægðir með þetta. Reyndar er ég alltaf með þá venju að ungir drengir og stúlkur í fjölskyldunni fá flotta disney pakka – árið í ár er engin undantekning og það eru prinsessur og bílar sem umlykja þá pakka eins og áður.
Þetta er svona smá hugmynd fyrir ykkur sem vantar innblástur fyrir ykkar innpökkun – ég vænti þess að mínir pakkar verði þeir flottustu undir þeim jólatrjám sem þeir fara undir ;)
EH
Skrifa Innlegg