fbpx

Jólamakeup-ið

Bobbi BrownlorealMACmakeup

Mörg makeup merki gefa út sérstakar línur fyrir jólin. Flestar línurnar rata til Íslands og meðal þeirra sem eru komnar í sölu eru línurnar frá MAC og Bobbi Brown – eins og þið sjáið er ég nú þegar búin að næla mér í nokkrar vörur úr línunum sem verða prófaðar um helgina. Þarna leynist líka einn Creamy Matte varalitur frá Bobbi Brown sem ég held að komi sterklega til greina sem einn af jólavaralitunum í ár. En það er ein lína í viðbót sem ég er mjög spennt að prófa það er Diamonds línan frá L’Oreal, fer í það eftir helgi.

Eftir því sem ég heyri og les á Facebook eru MAC og Bobbi Brown línurnar að seljast hratt og margt er nú þegar uppselt svo ég mæli með því að þið kíkið til þeirra sem fyrst svo þið missið ekki af vörunum sem ykkur langar í:)

EH

Dýrindis Sængurver fyrir Börnin

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Sigrún

    23. November 2012

    Ertu sponsuð af þeim? ;)

    • Reykjavík Fashion Journal

      25. November 2012

      hæhæ:) ég er ekki sponsuð af neinum. Ég fjalla bara um og mæli með því sem mér líkar vel við óháð merki;)

      • Sigrún

        25. November 2012

        Gaman að heyra :) Það eru svo mörg svona blogg þar sem mælt er með vörum gegn því að bloggarinn fær þær frítt. Þá finnst mér “meðmælin” algjörlega missa marks..

  2. Þurý Björk

    24. November 2012

    Mmmmm… hvað heitir dökki liturinn frá Mac? Ekkert smá girnó!