fbpx

Jólagjafahugmyndir: fyrir vinkonuna

Ég Mæli MeðJól 2014Jólagjafahugmyndir

Ég veit ekki með ykkur en mér hefur alltaf fundist ótrúlega gaman að gefa, ég nota hvert tækifæri sem ég fæ til að gleðja fólkið mitt bæði fjölskyldu og vini og finnst sérstaklega gaman að gleðja vinkonur mínar með smá auka gjöf undir jólatréð hjá sér. Vinkonugjafir eru oft svona aukagjafir og oft voða stelpulegar og mega kannski ekki kosta of mikla peninga – ég reyni að setja mér budget þar alla vega :) Eins og áður mun ég koma með nokkrar jólagjafahugmyndir fram til jóla – í Reykjavík Makeup Journal sem kom út fyrir jólin síðast setti ég upp hugmyndir eftir týpunni sem verið var að gefa. Mig langaði að hafa þetta heldur persónulegra og hér sjáið þið því hugmyndir að því sem verður í einhverjum pökkum vinkvenna minna á aðfangadag – í bland með öðru skemmtilegu svo þær fatti nú ekki neitt þar sem þær lesa bloggið – eða það er alla vega eins gott fyrir þær. Allt eru þetta snyrtivörur – ég get bara ekki sjálf staðist svona fallegar vörur og get ég ekki heldur staðist það að gleðja mínar með þeim. vinkonugjafir2

1. Dancing til Dusk augnskugga og kinnalitapalletta frá Sleek fæst HÉR 2. So Couture maskaragjafaskja frá L’Oreal sem inniheldur einnig svartan eyeliner, fæst í Hagkaup, Lyfju og Lyf & Heilsu 3. Modelrock Lashes WSP, mér finnst þessi flottust fást HÉR 4. Mini Set af lökkum úr hátíðarlínu OPI & Gwen Stefani, fæst í Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu 5. On the Rocks glossgjafasett frá Smashbox, hér er eitt sparnaðarráð frá mér, kaupið eitt svona sett og þið eruð komnar með 5 vinkonugjafir ef þið þurfið ekki svo margar gjafir þá getið þið bara átt litina sem ykkur finnst flottastir og gefið hina, fást í Hagkaup Kringlu, Smáralind og Holtagörðum. 6. EOS varasalvar, nýju týpurnar eru dáldið flottar, bleiki er kókosmjólk og blái er vanillu mynta fást í Hagkaup 7. Rocket maskaragjafaaskja frá Maybelline, þessi maskari er sá vinsælasti núna frá Maybelline og með honum er augabrúnablýantur. 8. Vörur frá Real Techniques, ég gaf nokkrum vinkonum staka bursta frá RT í glaðning síðustu jól og það var mjög vinsælt. Nokkrir af burstunum frá Real Techniques eru uppseldir hjá heildsala en ég veit að skvísurnar hjá Kjólum og Konfekt eiga góðan lager af burstum og ættu að eiga flestar týpur – þær eru á ofarlega á Laugaveginum.

vinkonugjafir3

9. Augnhár frá Tanya Burr, þessi eru væntanleg í verslanir í vikunni, ég segi ykkur allt um þau og sölustaðina eftir smástund en augnhárin verða á ótrúlega góðu verði og þau eru hvert öðru fallegra. Mér finnst þetta mjög krúttleg aukagjöf fyrir vinkonurnar. 10. Highlighter pallettan frá Sleek, eigum við eitthvað að ræða þessa! Þvílík fegurð, ég er komin með sýnishorn af þessari og hlakka til að sýna ykkur hátíðarlúkk. Pallettan fæst HÉR. 11. Varasalvinn frá Blue Lagoon – dásemd í túbu, það er ekkert annað hægt að segja. 12. The Lip Scrub frá Sarah Happ, ég á piparmyntu skrúbbinn og ég elska hann, skrúbbarnir fást HÉR. 13. Nutri Gold húðolían frá L’Oreal, hér erum við að tala um húðdekur í flösku. 14. Viva Glam vörurnar frá MAC er gjöf sem gefur áfram. Það eru fáar tilfinningar jafn góðar og að gefa tilbaka því get ég lofað ykkur, þið styrkið MAC Aids Fund um leið og þið gleðjið vinkonurnar. 15. Color Drama varalitablýantur í litnum Berry Much – must have á góðu verði! 16. Dragon’s Blood vörurnar frá Nip+Fab, hvernig væri að gefa vinkonunum góðar húðvörur í gjöf, hér eru næringarríkar skífur, maski og serum frá skemmtilegu merki á góðu verði. Ég segi ykkur betur frá þeim í vikunni. 17. Maskaragjafakassi frá Max Factor, hafið þið prófað Masterpiece Transform maskarann – ef ekki prófið hann hann er snilld og ég hef ekki heyr um neina sem talar ekki vel um hann, alla vega ekki við mig. Í kassanum er svo líka fallegur gloss – þennan fáið þið líka að vita meira um í vikunni. 18. Travel Essentials frá Real Techniques, mitt uppáhalds burstasett frá merkinu og sett sem gefur góða kynningu á því hvað burstarnir gera.

Ó, hvað ég er orðin vandræðalega spennt fyrir jólunum, ég hef svo gaman af þessu! Ég hefði ábyggilega getað sett saman eina mynd í viðbót af skemmtilegum gjafahugmyndum. Svo er að sjálfsögðu líka hægt að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir vinkonurnar en á Pinterest finnið þið uppskriftir af alls konar skemmtilegum andlits og hármöskum, skrúbbum fyrir húðina og varirnar og fullt meira.

EH

Dögg

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. GL

    24. November 2014

    Flottar hugmyndir – nýti þetta pottþétt :)

    EN er ég eina sem datt eitthvað allt annað í hug þegar ég sá Jólagjafir fyrir “vinkonuna” í titlinum á blogginu?

  2. Eglé

    25. November 2014

    hvar fæst nip fab vörur ?