fbpx

Dögg

Ég Mæli MeðHúðJólagjafahugmyndirLífið MittSnyrtivörur

Ég er með eina góða hugmynd – mér finnst hún alla vega sérstaklega góð :) Hvernig væri að byrja daginn með alveg dásamlegu dekri fyrir húðina – ég veit ég er sífellt og endalust að stinga uppá einhverjum heimadekur stundum en ég er bara að hugsa um húðina ykkar ;) Í gærkvöldi átti ég dásamlega stund með húðinni minni – það var líka dáldið íslenskt kvöld!

Ég byrjaði á því að hreinsa húðina og djúphreinsa hana svo með kísilmaskanum frá Blue Lagoon, svo nærði ég hana með Algae maskanum frá Blue Lagoon líka. Til að klára þetta ferli var það svo Döggin frá hinni yndislegu Sóley sem kláraði ferlið.

Ég hef svakalega gaman að því að styðja við íslenskt, við íslenska verslun og að sjálfsögðu við íslensk merki og íslenska framleiðslu. Sóley Elíasdóttir, konan sem stendur að baki snyrtivörunum er dæmi um einstaklega flotta og drífandi konu sem gaman er að fylgjast með. Ég hef t.d. aldrei prófað betri líkamsskrúbb en skrúbbinn hennar MJÚK – þvílík dásemd og tilvalinn í jólapakkann fyrir þær sem vilja dúnmjúka og fallega húð – ég lýg ekki það er útkoman.

Dögg er nýjasta rakakremið frá Sóley og ég skrifaði einmitt um það þegar ég fór í ÚTGÁFUTEITIÐ SEM VAR HALDIÐ ÞVÍ TIL HEIÐURS. En leikkonan fallega Nína Dögg er andlit kremsins.

IMG_2956

Ég get ekki annað en mælt eindregið með þessu kremi sem er sérstaklega létt krem. Þegar ég er búin að taka húðina mína í gegnum svona rakaboost maska eins og þörungarmaskinn er vil ég frekar fá eitthvað létt á húðina sem gefur með þægilega tilfiningu, krem sem fer hratt og örugglega inní húðina og gefur mér góða tilfinningu – það gerir Dögg. Kremið er stútfullt af dásamlegum og næringarríkum innihaldsefnum eins og kókos olíu, villtum íslenskum jurtum og að sjálfsögðu íslensku vatni og mörg innihaldsefnanna eru sterk andoxunarefni fyrir húðina sem þýðir að þau leysa upp sinduefni sem eru í húðinni sem geta haft skaðleg áhrif á hana. Eins og ég segi er kremið mjög létt en það er rakamikið, ég held að það ætti vel við sem flestar húðtýpur en ég sem er með mína skraufþurru húð finnst gott að nota líka næringarríkt serum undir kremið og klára svo rakaferlið með þessu kremi. En fyrir okkur þurrubínurnar þá er auðvitað Eygló kremið frá Sóley aðeins þéttar og þykkara.

Ég hef alltaf gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast hjá þessu flotta íslenska merki sem er alltaf að styrkja sig enn frekar. En innan skamms er að vænta nýjunga frá þeim… hlakka til að sjá þær og segja ykkur frá þeim.

Vörurnar frá Sóley eiga vel heima í öllum jólapökkum hjá þeim sem þið viljið dekra við og það er svo gaman að geta stutt við samlanda okkar!

EH

Annað dress og förðun: Hnotubrjóturinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Lesandi

    23. November 2014

    Blue Lagoon maskarnir eru æði!