Ég ásamt fleiri æðislegum konum fékk boð um að líta við í showroom þar sem flíkur úr samstarfslínu Jean Paul Gaultier og Lindex voru til sýnis. Frábær félagsskapur, fallegt útsýni, dýrindis veitingar og fallegar flíkur voru það sem við fengum að njóta. Línan er væntanleg í verslanir Lindex á morgun :)
Hér sjáið þið það sem vakti athygli mína…
Dásamlegar veitingar…!
Mér finnst þessi kjóll dáldið skemmtilegur.
Mér finnst þessi rauði litur alveg sjúklega flottur – og sniðið að buxunum dáldið töff.
Mín helsta fíkn var að sjálfsögðu í boði – melónur vafðar inní parmaskinku – nammi nammi namm!
Barnafötin eru dáldið krúttleg :)
Ég get líka tekið laumumyndir eins og aðrir Elísabet :) sbr. HÉR
Með mínum yndislegu Trendnet vinkonum – Elísabet & Andrea Röfn
Slopparnir úr línunni vöktu mesta hrifningu hjá mér en ég hef lengi leitað mér að góðum sloppi til að eiga heima.
Þessi síðu blái heillaði langmest – liturinn og drekinn á bakinu finnst mér mjög skemmtilegur
Svo ég varð auðvitað að skella mér í hann…
Sætur, ekki satt :) Þessi er alla vega á mínum óskalista f. morgundaginn.
Þennan dag klæddist ég…
Helle trench coat frá Vero Moda í bleiku, ég á þónokkra svona létta trench jakka í svörtu, bláu og brúnu og mér fannst tilvalið að bæta við bleikum í safnið.
Skyrta frá Object úr VILA, elska þessa hún er svo síð og góð.
Buxur frá Pieces, gömlu góðu Funky með rifnum hnjám – þessar passa við allt.
Skór frá Bianco að sjálfsögðu klárlega uppáhalds skórnir!
Takk fyrir mig Lindex – hlakka til að næla mér í bláan slopp á morgun :)
EH
Skrifa Innlegg