fbpx

Íslenskt tvíeyki í London slær í gegn í MAN Magasín

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMyndir

Að mínu mati eru tvær vinkonur mínar að slá í gegn með myndaþáttunum sem þær eru búnar að vera að gera saman í MAN Magasín. Ég hef áður sýnt ykkur myndaþátt sem þær hafa gert fyrir blaðið en ég stóðst ekki mátið með að fá að birta líka þessar myndir sem birtust í jólablaði MAN sem kom út í gær. Þetta eru ljósmyndarinn Íris Björk og förðunarfræðingurinn Margrét Magnúsdóttir en ég var með þeim báðum í Versló á sínum tíma. Þær eru báðar búsettar í London, Íris er að klára ljósmyndaranám í London College of Fashion og Margrét lærði förðun útí London og starfar nú sem sjálfstætt starfandi förðunarfræðingur.

Sjálf er ég ekki búin að hafa tækifæri til að fletta í gegnum tímaritið en myndirnar sá ég á Facebook í gær. Mér finnst lýsingin á myndunum alveg fullkomin og svo finnst mér gaman að sjá hvað förðunin hjá Margréti er litrík og flott.

Njótið myndanna ;)

1472871_747432005286126_1017459314_n 1472871_747432008619459_803902076_n 1476112_747432651952728_1682749356_n 1472871_747432011952792_1942974843_n 1472871_747432015286125_944538937_n 1472871_747432018619458_253401250_n 1476112_747432638619396_1274264826_n 1476112_747432641952729_560243536_n 1476112_747432645286062_160712167_n 1476112_747432648619395_349893546_n

Ljósmyndari: Íris Björk
Stílisti: Marina De Magalheas
Förðun og hár: Margrét Magnúsdóttir

Neðsta myndin er í uppáhaldi hjá mér af þeim sem birtast í þessum myndaþætti. Hrikalega flott :)

Hlakka til að sjá hvað þær gera næst ;)

EH

MAC <3 RiRi - Hátíðarlína

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Elísabet Gunnars

  6. December 2013

  Rauða blúndu dressið … má það verða mitt? Hvar fæ ég svoleiðis?

 2. Hjördís

  6. December 2013

  VÁ hvað þetta er ÓTRÚLEGA flott!

 3. Elín Erna

  18. December 2013

  Vá! Æðislegar myndir, maður er alveg heillaður!