Cut Crease er tegund af augnförðun þar sem skyggingin er mjög skörp og í globuslínunni. Þessi tegund augnförðunar hefur líklega aldrei verið vinsælli en nú og mega bananaskygginar og smoky farðanir því fara að vara sig. Þegar Cut Crease skyggingin er gerð er skyggingin í globuslínunni mjög skörp og til að ýkja það eru ljósari litir hafðir yfir miðju augnlokinu.
Ég fékk í hendurnar í gær augnskugga úr væntanlegri línu frá MAC Fantasy of Flowers og ég er búin að vera að leita að smá innblæstri um hvernig augnförðun mig langar að gera með henni til að sýna ykkur. Ég er eiginlega komin á það að það verði Cut Crease förðun en ég rakst á þessa sjúklega flottu mynd af Victoriu Beckham (þema dagsins á blogginu) þar sem hún var með þessa tegund augnförðunar.
Förðunin sem Victoria er með er nú frekar náttúruleg svona miðað við hvernig Cut Crease farðanir eru mest áberandi núna en ég safnaði líka saman nokkrum ýktari förðunum til að sýna ykkur…
Ég veit nú ekki hversu ýkt förðunin mín verður en alla vega þá eru augnskuggarnir Mineral kyns svo þá má bleyta þá og þar af leiðandi verða litirnir sterkari og þéttari. Mín verður líklega aðeins vægari en þær sem þið sjáið hér fyrir ofan en ef þið eruð hrifnar af þessu þá er kannski bara málið að ég skelli í 1 stk sýnikennslu fyrir svona ýktari týpuna :)
Ég fann samt skemmtilega teikningu sem sýnir einfalda aðferð til að ná þessu lúkki – það sem er þó klárlega ómissandi í þessu dæmi eru gerviaugnhár – það sjáum við vel. Textinn á myndinni er reyndar á spænsku en myndirnar sýna þetta nokkuð vel :)Eigið yndislega helgi kæru lesendur – hvet ykkur til að skella í Cut Crease förðun um helgina!
EH
Skrifa Innlegg