fbpx

iluvsarahii ♡

Lífið MittMakeup ArtistMakeup Tips

Núna á þriðjudaginn tók ég skyndiákvörðun um að skella mér á Masterclass námskeið sem vinkonur mínar Sara og Silla í Reykjavík Makeup School stóðu á bavið. Það var hin glæsilega Karen Sarahi sem er betur þekkt undir nafninu @iluvsarahii á Instagram og er svakalega hæfileikaríkur makeup artisti frá LA. Ég lærði heilan helling og hef nú þegar prófað margt af því sem hún kenndi á námskeiðinu og mér líkar mjög vel við hennar aðferðir.

T.d. þá byrjar hún alltaf á því að móta augabrúnir – hún gerir ekkert áður hún setur ekki einu sinni rakakrem á húðina! Hún byrjar að móta þær í miðjunni, færir sig út að enda og færir sig svo smám saman innar. Eitthvað sem ég lærði svo allt öðruvísi en ég hef alltaf endað líka á augabrúnunum og byrja að móta þær frá fremsta hluta þeirra. Ég var satt að segja spenntust fyrir að prófa mig áfram með aðferðir hennar við mótun augabrúna og vara og ég er dolfallin og búin að breyta mínum venjum strax á þessum örfáu dögum!

En þið finnið augabrúna sýnikennslu a la Karen Sarahi inná snappinu mínu @ernahrundrfj og eftir helgi ætla ég að taka fyrir varirnar.

En ég var með myndavélina á lofti allt námskeiðið og reyndi að fanga skemmtileg augnablik sem mig langar að deila með ykkur. Maður getur sko alltaf lært eitthvað nýtt og það er sannarlega nauðsynlegt fyrir förðunarfræðinga að uppfæra tæknina sína og vera opnar fyrir nýjum aðferðum því tískan breytist sífellt og það er um að gera að kunna sem mest.

Njótið myndanna!

iluvsarahii18 iluvsarahii17 iluvsarahii16 iluvsarahii15 iluvsarahii14 iluvsarahii12 iluvsarahii11 iluvsarahii10 iluvsarahii9 iluvsarahii7 iluvsarahii6 iluvsarahii5 iluvsarahii4 iluvsarahii3 iluvsarahii2 iluvsarahii

iluvsarahiiiphone6 iluvsarahiiiphone5 iluvsarahiiiphone4 iluvsarahiiiphone3iluvsarahiiiphoneiluvsarahiiiphone2

Hér sjáið þið svo þessar stórglæsilegu dömur sem stóðu fyrir námskeiðinu – Karen Sarahi, Silla og Sara ásamt fyrirsætunum Kristínu Evu og Tönju Ýr!

Stjarna kvöldsins ásamt henni Karen var svo sannarlega Fix+ spreyið frá MAC. Mikið fannst mér gaman að sjá þarna að hún elskar þessa æðislegu vöru jafn mikið og ég. Enda er þetta vara sem er uppáhalds uppáhalds uppáhalds frá MAC hjá mér og ofnotuð sem þið sem fylgist með mér á snappinu vitið ;)

Takk kærlega fyrir mig elsku Sara og Silla – þetta var svo flott hjá ykkur og þið megið svo sannarlega vera motnar af þessu frábæra námskeiði. Ég get ekki beðið eftir því næsta, þið látið mig bara vita hvar ég á að skrá mig ;)

EH

Ma new shoes!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sara Johansen

    19. September 2015

    Takk fyrir komuna elsku Erna Hrund mín ❤️ og takk fyrir falleg orð❤️❤️