Ég fékk að vera með í liðnum Minn stíll í nýjasta tölublaði Vikunnar sem er Völvublaðið. Ég hvet ykkur eindregið til að kíkja á blaðið en þar er margt skemmtilegt að sjá og auðvitað gaman og smá forvitnilegt að sjá hvað Völvan segir um komandi ár…
Ég fékk ljósmyndara í heimsókn til mín núna í desember sem tók myndir af því sem ég skrifaði um í viðtalinu. Þar sjáið þið það sem er mest notað, það sem er í uppáhaldi, fylgihlutina sem einkenna stílinn minn og þá flík sem er mér kærust sem á heima í fataskápnum. Þar sjáið þið líka svona örfáar myndir úr íbúðinni en á myndinni af mér sjáið þið forláta orgelið sem kemur frá ömmu og afa. Orgelið kom til okkar frá frænku minni sem býr nú í Malmö en okkur fannst ekki gott að hugsa til þess að fallegi ættargripurinn sem einkenndi æsku okkar allra frændsystkinanna yrði seldur eitthvert annað eða sendur í Góða Hirðinn. Svo nú er hann hér og passar einstaklega vel við fallega viðargólfið og hér er lítill gaur sem glamrar stanslaust á það og syngur hástöfum með!
Mæli með Vikunni ;)
EH
Skrifa Innlegg