fbpx

Í uppáhaldi: Dip Brow

Ég Mæli MeðMakeup ArtistNetverslanirShopSnyrtibuddan mín

Ég er gjörsamlega heilluð af augabrúnavörunum frá Anastasia Beverly Hills og hef verið það síðan ég prófaði þær fyrst. Í dag er ein vara frá þeim stendur framar öðrum og öðrum í sínum flokki og það er Dip Brow.

Dip Brow er litað augabrúnagel sem kemur í krukku, það er fáanlegt í nokkrum litum og ég sjálf nota litinn Dark Brown. Hann er fullkominn fyrir mig, alveg nógu dökkur og kaldur litur sem gerir augabrúnirnar mínar ekki of hlýjar eins og margir aðrir litir. Það sem ég elska við hann er hversu einfaldur hann er í notkun, hvað hann gerir augabrúnirnar mínar flottar, hvað hann endist vel og hvað krukkan sjálf er drjúg – ég á eftir að eiga þessa ansi lengi en ég nota hana samt á hverjum degi. Á öllum þessum myndum er ég með þessa snilldar vöru!

Smellið á hverja mynd til að sjá þær stærri – myndirnar eru allar af förðunum sem hafa nú þegar birst á blogginu.

Svo þið hafið nú einhvern samanburð þá er ég svona þegar ég nenni ekki að gera neitt við augabrúnirnar mínar…

masterpiecetransform-620x451

En vitiði það að ég manneskjan sem mótaði aldrei augabrúnirnar sínar og er með mjög þykkar og flottar, svartar augabrúnir líður eins og ég sé ekki með neinar þegar ég skeri þær ekki aðeins og ég vel alltaf Dip Brow.

dipbrow

Ég nota alltaf skásettan eyelinerpensil í litinn, ég nota þennan sem fylgdi með í Nic’s Picks settinu frá Real Techniques. Ég tek smá uppúr krukkunni og jafna litinn í penslinum á handabakinu mínu og ber hann svo á augabrúnirnar. Ég byrja á því að ramma þær inn að framan því þar eru hárin helst strjál hjá mér, svo dreg ég burstann laust yfir augabrúnirnar mínar. Ég vil hafa mínar augabrúnir eins náttúrulegar og ég get og ég er alfarið á móti og mótuðum augabrúnum og ég er ekki manneskjan sem rammar svo inn augabrúnirnar með þykkum hyljara – dip brow we alveg nóg fyrir mig og mínar brúnir dags daglega. Munið að of hvassar og of dökkar augabrúnir gera það bara af verkum að við sjálfar virðumst grimmar yfirlitum ;)

Dip Brow fæst á Íslandi á nola.is en þið finnið þær vörur hér – ANASTASIA BEVERLY HILLS Á NOLA.IS

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress: Jimmy Choo

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Inga Rós Gunnarsdóttir

    15. December 2014

    Ég varð svo spennt að heyra af því að þessar vörur væru á leiðinni til landsins en varð fyrir vonbrigðum með verðið, finnst það full hátt miðað við Sephora og BeautyBay t.d.

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. December 2014

      Já það útskýrist á mjög einfaldan hátt, en eins og á um aðrar snyrtivörur hér á Íslandi þá eru þær tvítollaðar, Anastasia vörurnar sme eru hjá nola koma frá svíþjóð, þær koma því þangað frá sínu framleiðslulandi, eru tollaðar þar og svo aftur hér á Íslandi. Við komuna til íslands bætist þar að auki við tollafgreiðsugjöld og annað eins og svo auðvitað vsk. Vörurnar hér eru ekki seldar með hárri álagninu og mér finnst alltaf leiðinlegt þegar fólk hoppar á þá skýringu án þess að kynna sér málið fyrst. Hún Karin sem er með nola.is er að gera sitt besta til að halda verðinu niðri en um leið að passa uppá að standa skil af öllum gjöldum sem þarf að gera hér á Íslandi. Ég vona að þú takir það til greina kæra Inga Rós. Íslenskar verslanir geta á engan hátt keppt við þær erlendu sem skýrist á þessum miklu gjöldum og tollum og auðvitað gjaldeyrishöftum – og því ættum við að forðast eftir fremsta megni að bera þær saman. Við eigum frekar að styðja íslenskar verslarnir eftir bestu getu og ef kostur er á og versla af þeim til að tryggja að við höldum þessu flotta vöruúrvali hér heima – ég reyni alla vega að gera það :)

  2. Sóley

    15. December 2014

    Hvernig færðu augabrúnirnar þínar til þess að vaxa svona hratt? Er eitthvað sérstakt sem þú gerir? :)

  3. Helena

    16. December 2014

    Mér finnst 5990 alls ekki mikið þar sem krukkan endist ótrúlega lengi. Mér finnst margir augabrúnablýantar spænast upp alveg sem kosta mann 3-4000 krónur. Maður þarf að taka það með líka:)

  4. Andrea

    30. May 2015

    Rakst á þessa færslu, veistu hvort það er hægt að skoða vörurnar hjá Nola.is einhversstaðar?
    Er með skollitað hár/íslenska músalitinn og veit ekkert hvaða lit ég ætti að panta :)

    • Hafðu bara samband við hana Karin í gegnum Nola.is Facebook síðuna – hún getur pottþétt ráðlagt þér hárréttan lit – hún er algjör snilli ;)