fbpx

Í miðlum

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup Artist

Í dag kemur út nýtt tölublað af Séð og Heyrt – það er nú ekki af ástæðulausu sem ég læt vita af því en undirrituð er í dáldið löngu viðtali í blaðinu. Þar ræði ég um lífið í fortíðinni, útlitsdýrkunina sem ég var haldin alltof lengi, móðurhlutverkið og að sjálfsögðu bloggið.

Það var hún Bergrún Íris sem tók viðtalið og það var ótrúlega gott að spjalla við hana – yndisleg og flott kona þar á ferð og mér leið eins og við hefðum þekkst óralengi við náðum svo vel saman. Svo er það hún Sunna ljósmyndari hjá Birting sem fær miklar þakkir frá mér fyrir æðislegar myndir!

10352258_667275273321617_79990261407267478_n

Þetta er nú ekki það eina sem ég hef gert í íslenskum miðlum undanfarna daga. Ég fékk ótrúlega skemmtilega beiðni um að gefa lesendum Júlíu sniðug förðunarráð. Mér fannst það ótrúlega gaman, sérstaklega vegna þess að ég er ekkert alltof hrifin af því að ungar stúlkur séu að mála sig mikið en það er kannski erfitt að banna það alfarið. Mér finnst þess vegna mjög mikilvægt að ungar stúlkur noti vörur sem henta þeirra aldri og þær læri fyrst að hreinsa húðina og hugsa vel um hana áður en þær fara að prófa sig áfram með förðunarvörurnar sjálfar. Það var það sem ég lagði upp með í skrifunum mínum fyrir blaðið og ég vona að það skili sér :)

Hér er það snillingurinn hún Anna Gréta sem plataði mig í verkið og aftur Sunna snillingur sem tók myndirnar. Sunnu tókst ekkert smá vel upp þar sem það er ekki að sjá á mér að ég sé með 39° hita og eiginlega ekki með ráði!

photo

Mæli með þessum tímaritum næst þegar þið kíkið á kaffihús. Nú bíð ég spennt í vinnunni eftir að blaðið komi í hús svo ég geti flett því sjálf :)

EH

Video: It-Lash nýr maskari frá Dior

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna Gréta

    19. June 2014

    Takk fyrir falleg orð elsku Erna Hrund. Ég sendi þér blaðið um hæl!

  2. Sunna Gautadóttir

    19. June 2014

    Það gladdi mig ekkert smá mikið að lesa þetta, takk kærlega fyrir hrósið! :) Þú ert líka frábært módel, ert svo náttúrulega falleg og gaman að mynda þig ;)