Sú spurning sem ég fæ ábyggilega oftast er hvernig á að hreinsa förðunarbursta. Mér finnst alveg æðislegt að fá þessa spurningu svona oft því þetta er sannarlega vandmeðfarið og frábært hvað þið viljið hugsa vel um burstana ykkar. Ég fékk beiðni um að segja aðeins frá burstahreinsuninni minni inná snapchat rásinni minni í gær – ernahrundrfj – en mig langar líka bara aðeins að skrifa um það hér á síðunni því góð vísa er aldrei of oft kveðin – þó ætla ég að breyta þessu aðeins og fara yfir hvað ætti ekki að gera og hugmyndir að því hvað má þá gera öðruvísi.
Sjálf nota ég nánast eingöngu Real Techniques förðunarburstana, ég er ekki mikið að binda mig við merki en ég geri það í þessu tilfelli því mér finnst þeir einfaldlega bestir. Útaf því hef ég verið svo heppin að fá að taka mikið þátt í öllu sem tengist merkinu, ég geri t.d. sýnikennsluvideo fyrir merkið, tek að mér verkefni og kynningar fyrir það og hef að sjálfsögðu eins og margir vita hitt þær systur og spjallað við þær um brustana, vinsældirnar og Ísland en þeim þótti sérstaklega gaman að heyra hvað burstarnir þeirra eru vinsælir hér á landi.
En aftur að hreinsuninni, hér koma nokkur atriði sem þarf sérstaklega að passa uppá þegar kemur að burstahreinsun og umhirðu burstanna…
Ekki deila burstunum þínum með öðrum!
Eins yndislegir og fullkomnir förðunarburstar eru þá bera þeir smit á milli sín. Það ætti því engin að nota sömu bursta og neinn annar sama hvort þið búið á sama heimili eða ekki, sama hvort það er bara púðurbursti eða ekki. Sem förðunarfræðingur hreinsa ég alltaf burstana mína á milli viðskiptavina og ég á bursta sem ég held alveg frá settinu mínu sem ég nota á sjálfa mig. Burstana sem ég nota í farðanir eru hreinsaðir eftir hverja notkun, burstarnir sem ég á hreinsa ég á 2-4 vikna fresti eftir því hversu mikið ég nota þá. Þar sem ég mála mig sjaldan dags daglega þarf ég ekki að hreinsa þá oft því þeir eru yfirleitt hreinir í þónokkuð marga daga á milli.
Ekki nota heitt né volgt vatn til að hreinsa burstana:
Ég nota bara kalt vatn, ekki ískalt en bara venjulegt kalt vatn. Allur hiti getur losað til límið sem heldur hárunum á sínum stað og gert það að verkum að þau losna og burstinn er ónýtur…
Ekki nota olíu til að hreinsa burstana:
Afsakið en ég veit ekki hvað er í gangi þessa dagana, nú verð ég bara að segja stopp en ég geri það reglulega inná Beautytips grúppunni. Það er ekki í lagi að hreinsa bursta með olíu og hvað þá heldur olíu sem finnst inní eldhúsi. Ég er endalaust að sjá einhverja uppskrift af blöndu fyrir burstahreinsi sem inniheldur bara matreiðsluolíur og það er ekki í lagi stelpur. En mér skilst að einhver erlendur vloggari hafi startað þessum áróðri og það er gott og blessað en ekki apa eftir þessu og sérstaklega ekki með Real Techniques burstana. Matreiðsluolía er alltof þykk fyrir viðkvæm bursta hár og getur skilið eftir sig slóðir og húð yfir hárunum. Hún getur ef hún kemst djúpt niður mýkt til límið sem heldur hárunum saman og losað þau svo burstinn dettur í sundur. Það verður að vanda valið þegar kemur að því með hverju þið hreinsið burstana ykkar, sjampó er best þá helst barnasjampó – sjálf nota ég Beautyblendaer burstasápuna sem fæst hjá þeim Söru og Sillu í Reykjavík Makeup School. Ég kann alveg sérstaklega vel við hana. En þegar þessi olíu umræða fór af stað þá fór undirrituð að lesa sér til um og hvergi finn ég meðmæli á vegum Samönthu eða Nic um að nota svoa þykkar olíur. Hins vegar tók ég eftir því að Nic segir í viðtölum að hún noti stundum tvöfaldan augnhreinsi með olíu á bursta sem hún notar í vatnsheldar förðunarvörur eða þær sem festa sig stundum í burstum eins og varaliti og eyeliner. Ég hef verið að prófa þetta og þetta virkar alveg snilldarvel, þá set ég bara smá af augnhreinsi í bómullarskífu og strýk burstanum í gegn og klára svo hreinsunina með burstasápunni minni – burstinn verður eins og nýr. Í augnhreinsum er olían svo þunn – snyrtivöruolía og þá sérstaklega sú sem er í augnhreinsum er mun þynnri en matreiðsluolía og skolast vel af burstum með hjálp burstasápu og því óhætt að nota hana – geymið hinar olíurnar í poppgerð eða á andlitið það er í lagi :)
Ekki reyna að flýta fyrir þornun burstaháranna á neinn hátt:
Burstahárin má ekki hita og þurrka á neinn hátt, ekki setja þá á ofninn, ekki setja þá inní ofn (já ég hef heyrt um það) og ekki nota á þá hárblásarann. Allur hiti hitar upp límið sem heldur burstunum saman, bæði hárunum og sköðtunum sjálfum og þegar það hitnar, bráðnar það, losnar og hárin dett úr. Burstana ætti að leggja lárétt á handklæði eða þvottapoka eftir hreinsun og þeim leyft að þorna yfir nótt. Þið getið líka notað burstaveskin ykkar frá RT og látið þá vísa niður í þeim til að koma í veg fyrir að raki safnist fyrir innst í burstunum og geti skemmt límið. En þær Chapman systur mæla með því að hárin sjálf séu látin standa fram yfir borðbrún því þá lofti svo vel í kringum öll hárin og þá nái burstarnir að þorna hraðar. Ég á eftir að prófa það en mínir fá bara að liggja á handklæði, ég þurrká þá alla vel fyrst með taubleyju svo legg á þá lárétt á handklæðið og leyfi þeim að þorna.
Ekki geyma burstana við vaskinn inná baði:
Ég veit ég ætlaði að láta þetta snúast um burstahreinsun en ég verð bara að fá að smeygja þessu hérna að. Förðunarbursta ætti helst að geyma þar sem hiti og raki í lofti er í lágmarki og því ekki sniðugt að geyma þá inná baði og hvað þá nálægt vaski eða sturtu. Allur raki getur komið sér fyrir ofan í burstum og aftur losað límið sem hedur hárunum saman eða jafnvel það sem heldur sköptunum saman og burstanir eyðilaggst. Ef þið getið geymið þá þá inní svenherbergi, ofan í snyrtibuddu eða bara ofan í skúffu.
Ef þið vandið til verks og veljið góðar sápur, hreinsið þá reglulega og leyfið burstunum að þorna á sínum hraða þá tryggið þið endingu burstanna ykkar til muna. Fyrstu Real Techniques burstana mína eignaðist ég fyrir núna 3 og hálfu ári síðan og þeir eru enn fullkomnir og ég sé ekki mun á þeim og þeim nýjustu. Hárin í Real Techniques burstunum eru gervihár sem þýðir á stutta mátann að þau hár eru ekki með kjarna svo þau taka ekki við lit eða það festist ekki litur í þeim sem gerir það að verkum að með réttum tólum verða þeir eins og nýjir eftir hverja hreinsun – það er eitt af því sem ég elska við þá!
Ég vona innilega að þessi ráð geti nýst ykkur, þetta er í raun mjög einfalt og um að gera að vera ekkert að flækja þetta um of fyrir sér ;)
Að lokum langar mig að deila með ykkur nýjustu burstunum frá Real Techniques sem eru að detta í hús og verða líklegast mættir í verslanir í lok næstu viku – vúhúú! Loksins dásamlegar nýjungar frá uppáhalds burstamerkinu okkar :)
Ég á sjálf alla þessa bursta – ég stenst aldrei nýja Real Techniques bursta og er haldin þeirri áráttu að þurfa að eiga þá alla og helst fleiri en eitt sett af þeim flestum að lágmarki 3 ;) Concealer burstinn og Sculpting burstinn eru báðir frábær viðbót inní fast úrval hjá merkinu. Duo Fibre settið verður einungis pantað inn einu sinni til landsins bara vegna eftirspurnar svo ef ykkur langar í þessa þá er um að gera að hafa hraðar hendur því það kom ekki mikið. Duo Fibre settið inniheldur bursta sem eiga það sameiginlegt að gefa allit mjög létta og náttúrulega áferð, þeir eru frábærir til blöndunar og ég nota þá mest þannig. En eins og alltaf ætla ég að koma með góðar sýnikennslur innan skamms á bloggið.
Að lokum hvet ég ykkur til að fylgjast með mér á snappinu ernahrundrfj því ef þið vitið ekkert hvað þið eigið að gera við RT burstana ykkar þá fékk ég beiðni um að segja frá því hvernig ég nota hvern og einn svo ég ætla að gera það seinna í vikunni – lofa að reyna að hafa það stutt og laggott.
EH
Skrifa Innlegg