Ég veit ekki með ykkur en ég er þessi týpa sem hefur alltaf verið frekar stolt af því að fara útí búð og kaupa dömubindi eða túrtappa og er dugleg að flagga því. Ég veit ekki alveg afhverju en ég held það sé af því mörgum finnst þetta feimnismál – ég skil ekki afhverju í ósköpunum því þetta er það eðlilegasta í heimi og þá verð ég auðvitað að ögra aðeins. Ég á það meirað segja til að setja pakkningarnar bara í glæran poka og rölta svo upp Laugaveginn aftur í vinnuna, sveiflandi pokanum með mér (ég vinn þar og rölti bara niður í apótek þegar mig vantar áfyllingar).
Ef þið eruð á túr núna – já eða vantar bara áfyllingar fyrir næsta skipti þá ættuð þið að nota tækifærið og splæsa í pakka af Natracare dömubindum – já og ég mana ykkur til að flagga því vel hvaða vöru þið séuð að kaupa því að fara á blæðingar er það eðlilegasta í heimi og ætti alls ekki að vera feimnismál. .Núna er nefninlega búið að fela þónokkur gjafabréf fyrir NIKE FREE skó að eigin vali í random pakkningum af Natracare!
Ef þið pælið mikið í að velja réttu dömubindin þá eru ótalmargir kostir við að velja Natracare. Bindin eru framleidd úr náttúrulegum efnum, náttúrulegum bómul, þau innihalda ekki klór og svo eru þau líka vistvæn – svo ef þið lendið á Nike gjafabréfi þá ætti það eiginlega bara að vera bónus!
Ég man reyndar eftir því að þegar ég byrjaði að fá blæðingar fyrir rúmlega áratug síðan – þá voru þessi dömubindi allt öðru vísi en þau eru í dag. Þau voru miklu stærri og þykkari en núna eru þau bara ótrúlega fín. Það er líka flott vöruúrval hjá merkinu bæðö dömubindi og túrtappar og svo eru frábærar þurrkur – sem er must að vera með í veskinu þegar sá tími mánaðarins er. Svo eru líka til vörur fyrir nýbakaðar mæður – sérstaklega rakadræg bindi fyrir eftir fæðinguna og brjóstapúðar.
Nælið ykkur í Natracare og ég krosslegg fingur fyrir ykkur allar og vona að gjafabréf fyrir NIKE FREE skópar leynist í ykkar kassa. Hér fyrir ofan sjáið þið mína nýjustu – þessir áttu að koma mér af stað í ræktinni en það hefur ekki enn gengið eftir. Svo í staðin fylgja þeir mér í vinnuna :D
EH
Skrifa Innlegg