fbpx

Hreinsun Húðarinnar

HúðShiseido

Lykillinn að fallegri förðun er vel nærð og heilbrigð húð – eða það segji ég alla vega og margar eru eflaust sammála mér.

Mér finnst oft vanta góðar leiðbeiningar um hvernig eigi að þrífa húðina, ég finn það sérstaklega þegar ég hef verið að halda fyrirlestra í félagsmiðstöðum. Þar eru þá stelpur í 8.-10. bekk sem eru oftast að byrja að mála sig í fyrsta sinn á þessum árum, margar hverjar ekki hugmynd um hvað t.d. rakavatn er eða hvað það gerir fyrir húðina og hvers vegna það er nauðsynlegt.

Að hreinsa húðina er mjög mikilvæg og það á helst að gera tvisvar á dag, kvölds og morgna. Ég vona að flestar ykkar þrífið alla vega húðina á kvöldin – þrífið þá förðunarvörurnar af húðinni en það er ekki síður mikilvægara að þrífa hana á morgnanna. Húðin okkar starfar allt öðruvísi á nóttunni en á daginn, á nóttunni vinnur hún í því að skila óhreinindum uppá yfirborð húðarinnar sem liggja dýpra inní húðinni þess vegna þarf að þrífa hana á morgnanna til að hreinsa þessi óhreinindi í burtu. Við þrífum nú tennurnar okkar kvölds og morgna er þá ekki sanngjarnt að við gerum það sama fyrir húðina okkar.

Ég er nú ekki lærður snyrtifræðingur en hér fáið þið smá fróðleik frá mér og endilega setjið í athugasemdir ef þið hafið einhverju við að bæta eða viljið fá að vita meira um eitthvað:)

Andlitshreinsir: 1. stig húðhreinsunar er að þrífa húðina. Það eru nú til ýmsar tegundir af andlitshreinsinum t.d. hreinsimjólk og hreinsigel og svo er líka hægt að fá 2 in 1 andlitshreinsa sem gera þá líka það sem rakavatnið gerir (sjáið meira um það neðar). Sumir innihalda sápu og aðrir ekki. Hreinsarnir þrífa óhreinindi af húðinni, förðunarvörur og önnur óhreinindi sem geta safnast í húðinni eins og t.d. mengun.

Augnhreinsir: Ég nota alltaf augnhreinsi með olíu í þegar ég þarf þess. Það er þá í þeim tilvikum sem ég er með mikla augnförðun, vantsheldan maskara eða varaliti með sterku pigmenti í eða þá þegar ég nota andlitshreinsa sem mega ekki fara á augu. Hreinsar sem eru með sterkum eða virkum efnum í þ.e. þeir sem eru fyrir erfiða húð eða eldri húð má alls ekki setja á augu. Olían þrífur svo ótrúlega vel á svo stuttum tíma. Olíuhreinsa þarf oft að hrista fyrir notkun.

Rakavatn: 2. stig húðhreinsunar er að bera á hana rakavatn þið berið það á húðina eftir að hreinsun er lokið. Ef þið hafið ekki heyrt orðið rakavatn þá er ég að sjálfsögðu að tala um andlitsvatn – mér finnst hitt orðið bara svo miklu fallegra og betra fyrir hlutverk húðarinnar. Það sem rakavatnið gerir er að það lokar húðinni – svitaholunum – og fær húðina til að fara að starfa eðlilega aftur á ný. Vatnið hjálpar einnig til við að brjóta niður rakann í rakakreminu svo hann komist ennþá lengra inní húðina.

Rakakrem: 3. stig húðhreinsunar er ómissandi að mínu mati, þá er húðin nærð með dag/næturkremi – rakakremi. Um leið og húðin mín fær raka þá verður hún svo falleg og mjúk. Mér finnst eiginlega alltof skemmtilegt að bera á mig rakakrem þess vegna á ég það til að gera það oft á dag ef ég er heima og nenni ekki að mála mig…. :/ Munurinn á dag- og nætukremi er sá að næturkremið inniheldur ekki sólarvörn og inniheldur meira af næringarefnum en dagkremin.

Augnkrem: Ég ákvað að bæta við augnkremi hér þó svo ég hafði ákveðið að fara ekkert of djúpt í þetta – gæti bætt við serumi og collagen t.d. – en þið getið bara sent  mér línu eða skrifað í athugasemdir ef þið viljið fá að vita um þær vörur. En ástæðan fyrir því að mig langar að bæta því hér við er sú að ég er aðeins farin að nota augnkrem. Ég prófa mikið af snyrtivörum og er stanslaust að þrífa húðina og bæta á hana og stundum verður húðin í kringum augun mín bara þrútin og aum þá finnst mér gott að setja smá augnkrem sem kælir húðina í kringum augun á kvöldin og vakna svo fersk á morgnanna.

Skrúbbur: Það er gott að venja sig á það að skrúbba húðina sirka 1 sinni í viku, það á þá við um þær sem mála sig á hverjum einasta degi – hjá hinum ætti að vera nóg einu sinni til tvisvar í mánuði. Skrúbbinn notið þið eftir að þið eruð búnar að hreinsa húðina en á undan rakavatninu. Skrúbburinn þrífur húðina ennþá betur enn hreinsirinn hann kemst dýpra inní svitaholurnar og nær óhreinindunum uppá yfirborð húðarinnar svo við getum þrifið þau af. Mér finnst gott að vera með skrúbbinn bara í sturtunni þá gríp ég bara í hann þar.

Maski: Þegar ég vil dekra við húðina mína þá set ég á mig maska – ég vel oftast rakamaska því ég er með svo þurra húð. Upplagt að fá sér girnilegan maska og eiga dekurkvöld einu sinni í mánuði með vinkonum eða bara ein yfir góðri stelpumynd – mæli með Clueless;)

Ég er að nota þessar hreinsivörur frá Shiseido í augnablikinu, þær er hægt að fá saman í pakka á sölustöðum merkisins – pakkinn minn ber nafnið Moisturizing:Það er ótrúlega sniðugt að fá sér svona hreinsivörupakka sem er til í mörgum merkjum. Passið bara að velja þær vörur sem henta ykkar húð. Þetta er náttúrulega fullkomin fermingargjöf fyrir 14 ára skvísur sem langar að byrja að mála sig smá en mér finnst helst að verði að vita hvernig þær eiga að þrífa húðina sína áður en þær byrja að mála sig – en það er auðvitað bara mín skoðun;) Svo eru auðvitað BB kremin líka fullkomin snyrtivara/gjöf fyrir þennan aldur!

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Gígja

    2. March 2013

    ….eins nauðsynlegt og að bursta tennur er að þvo andlitið kvölds og morgna.. ÞÓTT að maður hafi ekki málað sig þá eru óhreynindi sem setjast í húðina ;-)
    Og smá viðbót við skrúbb – þá fjarlægir kornamaskinn dauðu húðfrumurnar og húðin verður sléttari og ljómar betur !! Besta trix sem ég nota ef ég vill að farðinn sé sem fallegastur :-)
    En gaman að fylgjast með blogginu þínu…
    Kveðja frá afskiptasömum snyrtifræðingi :P

  2. ásta

    3. March 2013

    í staðin fyrir að kaupa mér rándýrt andlitsvatn hef ég soðið mér vatn heima fyrir, sett einn tepoka útí (td hreint camillute) og nokkra sítrónudropa..þetta dugar í uþb viku, er hræódýrt og við eigum svo frábærlega hreint og gott vatn sem við getum vel notað ;)
    þetta hef ég meira að segja tekið með mér til útlanda því ég vil ekki þvo mér með “mengaða” vatninu sem þar er ;)

    í sambandi við að þvo sér bæði kvölds og morgna þá hef ég vanið mig á að þvo mér vel á kvöldin (taka óhreinindi dagsins og farðann af) en á morgnana læt ég duga að nota andlitsvatnið. ég er með þurra og viðkvæma húð sem verður pirruð á öllum þessum þvotti og þornar meira upp..því leyfi ég fitunni sem kemur eftir nóttina og næst ekki af með vatninu að vera á, og set dagkremið mitt á eftir vatnshreinsunina :)

    tek það fram að ég nota einungis lífrænar og hreinar snyrtivörur sem eru ekki með neinum sýrum eða retinol-i í

    kv. annar afskipasamur snyrtifræðingur ;)