fbpx

How To – Eyeliner með Spíss

Ef ég er að kenna eða farða þá hefur það ekki brugðist að ég er spurð hvernig á að gera eyeliner með spíss svo mér fannst verðugt að byrja á því að sýna ykkur það. Ég vona að ykkur finnist myndirnar nógu góðar þetta er það besta sem ég gat – næst á dagskrá er að fjárfesta í betri linsu:)
 Byrjið fyrst á því að gera undirstöðuna – línuna þvert yfir augnlokin. Mér finnst best að byrja línuna í miðjunni og færa mig inn í innri augnkrókinn. Svo færi ég mig yfir í ytri augnkrókinn og geri línu þaðan og tengi við miðjuna. Svo laga ég línuna til, jafna hana. Passið ykkur að byrja á því að gera eins mjóa línu og þykkið hana svo lítillega þangað til þið eruð ánægðar með þykktina. Það sem mér finnst alltaf mikilvægt að passa uppá – er að klára línuna. Látið hana ná alveg út augnlokið því annars lítur augað ykkar út fyrir að vera minna en það er.
Þegar kemur síðan að því að gera spíssinn er gott að bæta alltaf við hann smám saman. Ég set oddinn á penslinum þangað sem ég vil að spíssinn nái og legg hann svo uppvið augnlokið og tengi þannig spíssinn smám saman við endann á línunni. Eins og þið sjáið á myndinni fyrir ofan er spíssinn nánast eins og framlenging við línuna þegar ég horfi niður. Ef augnlokin á ykkur eiga til að fara að glansa fljótt þá mæli ég með að þið passið að púðra augnlokin vel á meðan þið eruð að gera eyelinerinn af því hann getur smitast auðveldlega á augnlokin á meðan hann er að þorna.Hér sjáið þið svo lokaútkomuna! – Lúkk sem hentar við hvaða tilefni sem er:)

Vörurnar sem ég notað:

Maybelline Lasting Drama Eyeliner í Black Chrome
Dream BB cream  – snilldarvara sem ég ætla að skrifa meira um þegar ég er búin að fá tækifæri til að prófa fleiri tegundir.
Dream Bouncy Blush – í lit 60, Coffee Cake
One by One Volum’Express Mascara
Clarins Light Natural Lip Perfector – æðislegt gloss sem ég mæli hiklaust með klístrast ekki og varirnar fá góðan raka.

EH

ELLA á Menningarnótt

Skrifa Innlegg