fbpx

Hin fullkomna vorförðun

FallegtInnblásturLífið MittLúkkMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniShiseido

Ó hvað ég er að elska þetta undursamlega fallega vor sem virðist alla vega vera að hefjast. Sólin hækkar á lofti og heiðrar okkur með nærveru sinni alltaf lengur og lengur með hverjum deginum sem líður. Þó ég og húðin mín séum ekkert sérlega hrifin af þessum árstíðarbreytingum get ég ekki annað samt en verið að elska þetta. Ég er farin að taka fram vörur sem fengu að fara í vetrardvala og nýt þess nú að bera létta farða, ljómandi highlightera, áberandi kinnaliti og falleg gloss. Bleikir tónar hafa verið að sækja í sig veðrið hjá mér og ég get ekki sagt neitt annað en að ég sé að meta það í botn.

Hér fáið þið smá lýsingu á því hvernig mér finnast fullkomnar vorfarðanir vera!

Í mínum huga er hin fullkomna vorförðun ótrúlega létt, hún einkennist af fallegum og björtum litum og fyrir vorin er ég alltaf dáldið skotin í bleikum og svona ferskjubleikum tónum. Það er bara eitthvað við bleika litinn í fallegri vorbirtu. Ég mæli með léttum fljótandi farða, ég er svo sem alltaf hrifnari af þeim og svo ef þið viljið meiri þekju þá er lítið mál að bæta smá hyljara yfir þau svæði sem þess þurfa en munið bara að blanda svakalega vel svo engin skil séu sjáanleg. Á vorin finnst mér ekkert endilega nauðsynlegt að vera með skarpa andlitsmótun og sólarpúður ætti ef til vill frekar að nota til að gefa húðinni fallegan lit – þá setjum við það ofan á þau svæði húðarinnar sem standa fram eða þau svæði sem fá sólina beint á sig og taka þar af leiðandi fyrst lit. Krem kinnalitur er alveg ómissandi og ég er ánægð með að mörg merki eru að senda frá sér svona kinnalitastifti núna – bara á síðustu vikum er ég búin að fá þrjú slík frá jafn mörgum merkjum. Ljómi er ómissandi bæði á kinnar og í kringum augu og því er fallegt að nota t.d. sama lit á augu og í kinnarnar eða velja alla vega kremaugnskugga því þeir gefa augunum svo fallega og frísklega áferð. Eins mætti nota sama lit á varirnar til að tengja förðunina skemmtilega saman. Augabrúnirnar eru svo lykilatriði en þær þurfa að vera náttúrulegar og fallega greiddar til. Engar skarpar línur finnst mér hæfa í léttri vorförðun því birtan er á köflum dáldið skörp og því verða andlitin okkar fallegri með mjúkum litum og fallegum náttúrulegum mótunum sem draga fram það besta í andliti okkar.

Ég tók saman nokkrar myndrænar hugmyndir en ég skellti líka í förðun á sjálfa mig til að sýna ykkur hér neðst…

0aafa07f427a5746e497e482a1ad66a6

11fa20be53ab198af64a3af86ff80839

Þið sjáið það þegar þið rennið yfir myndirnar að ég er svo sannarlega að heillast af bleikum ferskjutónum þessa stundina ;)

Hér sjáið þið svo mína förðun þar sem ég held áfram að heillast af einmitt þessum litum og held mig svona innan lýsingarinnar sem ég setti saman hér fyrir ofan. Ég tek alltaf einn dag í viku þar sem ég tek myndir fyrir komandi viku og þennan dag var birtan alveg fullkomin og förðunin fékk svo sannarlega að njóta sín.

vorförðun3

Hér er ég með kremaugnskugga í kringum augun og léttan varalit á vörunum. Tónarnir um augun eru ferskjubleikur og svona fallegur hlýr grár tónn sem ég set í skygginuna. Þegar maður púslar saman tveimur litum er það tiltölulega einfalt – ljósari liturinn fer á innri hluta augnloksins og sá dekkri á þann ytri og svo er bara að blanda litunum saman. Hér er ég með tvo nýja liti í uppáhalds krem augnskuggunum frá Shiseido. Mér finnst litirnir og formúlan frá merkinu virkilega flott, þetta eru kannski ekki sterkustu litir í heimi en fyrir mér skipta pigmentin sjaldan máli ég fókusera meira á formúluna sjálfa og blöndunina.

vorförðun

Vörurnar í lykilhutverkunum eru allar vornýjungar frá Shiseido:

Shimmering Cream Eye Color í litunum Mousseline nr. PK244 (sá ljósari) og Fog nr. BR727 (sá dekkri).

Veiled Rouge varalitur í litnum Skyglow nr. PK304 – fallegur vorlitur finnst ykkur ekki!

vorförðun2

Svona fallegar og léttar vorfarðanir passa við hvaða tilefni sem er – finnst ykkur ekki? ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Fegurð fyrir allan aldur!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Snæfríður

    31. March 2015

    hæhæ mig langaði að forvitnast um varalit sem þú ert með í færslu frá 15/3 á RFF þú segir að hann sé frá Chanel en ekki nkl hvaða… mér finnst hann svo flottur langaði að vita hvaða tegund hann er :)

  2. Halla F

    7. April 2015

    Hæ Erna.
    Langt síðan ég hef kvittað hjá þér, kíki alltaf reglulega á þig.
    Væri svo til í að hitta þig þegar þú ert að vinna og sjá þig í “action”.
    EN mig vantar “små” aðstoð…..mig vantar góðan bronz litaðan augnskugga, veistu um einhvern góðan?
    KVeðja,
    Halla

  3. Halla F

    7. April 2015

    Aha! Þetta er akkúrat það sem mig vantaði! Takk kærlega :)