fbpx

Herferð fyrir vinsælt snyrtivörumerki tekin á Íslandi

FallegtFyrir HannHúðShiseidoSnyrtivörur

Ísland er í aðalhlutverki í nýrri herferð frá snyrtivörumerkinu Shiseido. Shiseido er japanskt snyrtivörumerki sem er þekkt fyrir virkilega vandaðar vörur. Merkið er ábyggilega þekktast meðal kvenna en nýjasta uppátæki merkisins ætti þó að vekja athygli íslenskra karlmanna þar sem fallega landslagið okkar er í aðahlutverki.

Fyrir nýja herferð fyrir herrasnyrtivörurnar leituðu þeir hjá Shiseido til ljósmyndara sem heitir Guido Mocafico sem er víst heillaður af fallega landinu okkar. Leið ljósmyndarans lá uppá jökul – ég er ekki alveg með á hreinu hvaða jökul – þar sem hann lét sig síga ofan í sprungu og skaut þessa ótrúlega fallegu mynd fyrir merkið og reyndar nokkrar fleiri. 1390792059347

 

Hér sjáið þið myndband sem sýnir á bakvið tjöldin við gerð herferðarinnar. Ef einhver ykkar spottar hvaða jökull þetta er megið þið endilega setja það í athugasemd. Mér dettur helst í hug Vatnajökull en ég hef aldrei verið sterk í landafræði…

“Pushing back the limits of science and those of men… In order to express these new concerns addressed by Total Revitalizer Eye and Total Revitalizer, Iceland seemed to me to be the ideal landscape to embody the exploration of these new territories”

– Guido Mocafico – Photographer

Herralínan frá merkinu er frekar ung en hún er 10 ára í ár. Vörur úr línunni hafa þó samanlagt hlotið 36 verðlaun í löndum sem vörurnar fást í. Þetta er alls ekki stór vörulína – en hún er einföld og virkar vel.new-campaign-2014step1-text-enMér fannst þetta virkilega skemmtilegt – það að herferðin hefði verið tekin hér á Íslandi. Það er auðvitað ótrúlega gaman að sjá fallega landslagið okkar bregða fyrir í hinum ýmsu Hollywood myndum og þáttaröðum. Það fer þó yfirleitt alltaf framhjá mér og ég gleymi alltaf að kíkja á þær en þegar snyrtivörumerki mætir til að taka myndir þá fyllist ég miklu þjóðarstolti sérstaklega þegar ég sé svona falleg orð um fallega landið mitt.
Áfram íslensk náttúra!
EH

Þeir eru komnir - langar ykkur í smá afslátt?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Anna Ragnarsdóttir

    2. March 2014

    Þetta er eflaust tekið á Svínafellsjökli sem hefur einmitt verið sviðsmynd fyrir t.d Game of Thrones og Batman Begins. Mjög fallegur staður! :)