fbpx

Helgin mín í myndum og orðum

Lífið Mitt

Ég verð að biðjast afsökunar á lélegri viðveru hér á síðunni – nýja verkefnið er að taka smá tíma frá þeim sem ég eyddi venjulega hér inná síðunni en það verður breyting á innan skamms – því lofa ég.

En mig langaði aðeins að sýna ykkur og segja frá helginni minni sem var mjög viðburðarrík og ég náði að gera alveg heilan helling!

Helgin byrjaði á einstaklega glæsilegu date kvöldi með Aðalsteini á Nauthól þar sem við gæddum okkur á smáréttum í forrrétt og æðislegum hvítlaukshumar í aðalrétt. Við rúlluðum eiginlega þarna út eftir að hafa setið í um tvo tíma og borðað – við höfum aldrei sjaldan setið jafn lengi á einhverjum veitingastað en það er bara svo gott að vera þarna. Við fengum frábær þjónustu líka og mér finnst alltaf mikilvægt að hrósa þegar fólk á hrós skilið og það á sko fólkið sem þjónaði okkur til borðs skilið að fá:)

Ég verð að vara ykkur við en þetta eru mjög girnilegar myndir sem eru hér fyrir neðan…

10711214_10152724031534666_1824971142_n 10668647_10152724031509666_174068729_n 10660419_10152724031479666_1023901776_n 10539224_10152724031484666_1034108804_n 10716135_10152724031454666_2100550524_n

Þegar ég sé humar á matseðli á ég erfitt með að geta valið nokkuð annað…

Dagurinn eftir byrjaði á skemmtilegri kynningu hjá dömunum sem eru að flytja inn Sigma burstana en þeir eru nú fáanlegri í vefversluninni fotia.is. Þær Heiðdís Lóa og Sigríður Elfa eru ekkert smá duglegar skvísur og flott hjá þeim að bæta við skemmtilegu merki við flóruna sem er nú þegar til hér á landi. Við stelpurnar sem vorum boðnar fengum smá glaðning frá þeim, bursta til að prófa og lökk frá Barry M sem ég sýni ykkur betur síðar.

Næst lá leið mín á tískudaga í Smáralind þar sem ég gekk á milli skemmtilegra snyrtivörubása þar sem var verið að kynna nýjungar frá merkjunum – ég stenst ekki svoleiðis. Svo var það tískusýning tískudaganna þar sem allt það nýjasta úr flestum verslunum Smáralindar var sýnd.

Þegar Smáralindin hafði lokað var komið að smá fjöri með stelpunum í VILA – fyrst var það stóra leyndarmálið en stelpurnar vissu ekki hvert leið okkar lá fyrst fyrr en við vorum komnar útá Álftanes í hattamátun og spá hjá Siggu Kling – þvílíkur snillingur sem daman er og við skemmtum okkur konunglega. Restin af kvöldinu einkenndist svo af sushi áti, Spice Girls og Backstreet Boys.

Screen Shot 2014-09-21 at 11.47.36 PM Screen Shot 2014-09-21 at 11.47.23 PM

Sunnudagurinn átti svo fjölskyldan mín en við héngum heima fyrir hádegi, lögðum okkur, fórum í skírn hjá nýjum sætum vini og enduðum svo kvöldið í ljúffengri máltíð með fjölskyldunni hans Aðalsteins.

Annars endaði helgin á því að ég lá uppí sófa í tölvunni og skrifaði eins og ég ætti lífið að leysa – það er allt að gerast þessa dagana og ég hlakka bara til vikunnar sem er framundan og ég er mögulega að hugsa um að fara að gera nýja verkefnið opinbert – samt ekki alveg strax en ég er nú þegar búin að kasta fram nokkrum hintum.

Besta við helgina var þó hún Sigga Kling sem gerði mér það fyllilega ljóst að ég er að gera hárrétta hluti á þessum tímapunkti í lífinu. Hún fann einhverja orku í kringum mig og vissi strax hverrar tegundar hún væri, hún gaf mér líka bara frábært orkubúst sem ég ætla að nýta mér í botn næstu vikurnar sem mun vonandi bara hjálpa.

Vona að ykkar helgi hafi verið jafn góð og mín***

EH

#minnburt - langar þig að vinna frítt flug til útlanda?

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Guðny

    24. September 2014

    ok neðri myndin er geggjuð :)

  2. Vala

    30. September 2014

    hvar fekkstu bolinn sem þú ert í á seinustu myndinni? :) hann er æði