fbpx

Helgarlúkkið

AuguFörðunarburstarLúkkMACmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMitt MakeupNýtt í snyrtibuddunni minni

Þar sem menntaskólarnir og háskólarnir eru nú komnir á fullt – hrannast eflaust upp tilefni fyrir ykkur til að gera flottar kvöldfarðanir. Ég ákvað því að gera eitt mjög fljótlegt og flott lúkk með nýjum vörum frá MAC.

Lúkkið lítur kannski út fyrir að vera flóknara og taka meiri tíma en það gerir. En ég notaði bara 2 vörur á augun – fyrir utan maskarann.

SONY DSC

Ég byrjaði á því að grunna augnlokið með Pro Longwear Eye Liner í litnum Strong Willed. Ég set þétta áferð af litnum á augnlokið og nota svo blöndunarbursta frá MAC #217 til að dreifa úr litnum yfir augnlokið uppað globus línunni. Þið getið bætt á litinn eins mikið og þið viljið þangað til þið eruð komnar með litinn/áferðina sem þið viljið. Þið þurfið að vera frekar fljótar að vinna litinn því hann þornar og smitar þar af leiðandi ekki útfrá sér. Þess vegna mæli ég með því að þið bryjið á öðru augnlokinu, setjið litinn á og vinnið hann og svo þegar það er tilbúið farið þá í að gera hitt augað. Ég setti litinn bæði á augnlokið sjálft og undir augun.

Svo setti ég með þéttum flötum bursta – # 239 frá MAC – einn af nýju Pressed Pigments augnskuggunum í litnum Black Grape. Ég set skuggann yfir allt augnlokið uppað globuslínunni og deifi svo úr litnum með sama blöndurnarbursta og ég notaði til að dreifa úr eyelinernum. Þegar ég er ánægð með áferðina set ég augnskuggann líka undir augun. Svo set ég eyelinerinn líka inní vatnslínuna í kringum allt augað og nóg af maskara á augnhárin.

SONY DSC

Hér sjáið þið eyelinerinn og augnskuggann – báðar vörurnar eru til í fleiri litum hjá MAC. Mér finnst æðislegt hvað augnskugginn gefur frá sér þéttan lit – ég setti bara eina stroku á hendina á mér hér fyrir ofan.

SONY DSC

Ég er með fjólubrúna tóna á augunum sem fara fullkomlega við brún augu og líka þau grænu – fyrir ykkur sem eruð með grá/blá augu mæli ég með bláum, brúnum eða kopartónum.

SONY DSCFljótlegt og einfalt lúkk sem er fullkomið fyrir skemmtilegt tilefni – þessa förðun ætla ég að nýta mér sjálf á næstunni.

Ég ákvað að vera bara með nude varir  við – ég er með kremkinnalit á vörunum sem ég nota mun meira á varirnar heldur en kinnarnar sjálfar ;)

EH

Einum of

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ástríður

    5. September 2013

    Mjög flott! Held ég geri mér ferð í MAC á næstunni =)

  2. Thelma

    5. September 2013

    Frábært lúkk!
    Þætti gaman að sjá hvernig þú vinnur eyelinerinn. Á einmitt þennan Black grape lit sem er æðislegur.