Í lok síðustu viku skellti ég mér að heimsækja loksins vinkonur mínar þær Söru og Sillu sem eru með Reykjavík Make Up School. Mér finnst fátt skemmtilegra en að fylgjast með öðrum mála – það er svo gaman að sjá hreyfingarnar og tæknina sem er svo allt öðru vísi en hjá manni sjálfum.
Reykjavík Makeup School hefur nú verið starfandi í ár (eða núna í október) en ég var með viðtal við þær í 2. tbl af Reykjavík Makeup Journal. Skólinn er ótrúlega flottur og Sara og Silla eru með svo brennandi áhuga á förðun og öllu sem því tengist og það smitast svo sannarlega yfir á nemendur þeirra. Ég spjallaði líka aðeins við þær um uppsetninguna á náminu og ég var alveg heilluð af pælingum þeirra á hverju eina og einasta smáatriði.
Stelpurnar eru nýbúnar að skipta um förðunarvörur sem þær kenna á en nú eru það vörur frá Make Up Store. Fastur liður á námskeiðinu er svo hárkennsla frá Theodóru Mjöll sem er alveg ómissandi partur af náminu því ég veit ekki hversu oft maður hefur þurft að redda líka hári á setti – svo er auðvitað frábært að fá kennslu frá reynsluboltanum Theodóru. Hér sjáið þið myndirnar úr heimsókninni minni…
Maður fær svaka flottar móttökur þegar maður kemur inn um hurðina, þegar ég kom var kveikt á uppáhalds ilmkertinu mínu frá Make Up Store – það er alveg fullkomið á svona haustkvöldi.
Í skólanum fá nemendur förðunarbursta frá Real Techniques – en ekki hvað;)
Það eru þessar gordjöss dömur, Silla & Sara sem eiga, reka og kenna í Reykjavík Makeup School.
Sara og Silla hefja svo útrás um helgina en þá bjóða þær uppá mini námskeið á Akureyri en upplýsingar um þau og næstu námskeið finnið þið á Facebook síðu þeirra HÉR.
Takk kærlega fyrir að bjóða mér í heimsókn dömur og takk fyrir Mixið – það bjargaði mér alveg! Ég hlakka svo sannarlega til að fylgjast með þessum skóla vaxa og dafna það vantar alla vega ekkert uppá metnaðinn því bæði Sara og Silla eru duglegar að fara erlendis og sækja námskeið í förðun til að bæta við þekkingu sína og til að geta alltaf kennt nemendum sínum það nýjasta í förðunarheiminum.
EH
Skrifa Innlegg