fbpx

Brúðkaup sumarsins…

BrúðkaupFræga Fólkið

Mér líður stundum smá eins og ég sé stalker en ég elska bara að skoða myndir úr brúðkaupum annarra – er ég nokkuð ein um það… :) Ég tók saman nokkrar myndir úr mínum uppáhalds brúðkaupum sumarsins 2014 – þær sem hægt var að finna á veraldarvefnum.

Poppy Delevingne og James Cook

Ég elska báða kjólana sem Poppy klæddist við brúðkaupin sín – hugsið ykkur að fá að gifta sig tvisvar með örstuttu millibili – ástinni í lífi sínu og fá að eyða þessum æðislegu stundum með öllum sínum nánustu. Algjör draumur!

Olivia Palermo og Johannes Huebl

Þessi tvö eru svona parafyrirmynd okkar Aðalsteins (lesist bara mín). Athöfnin var persónuleg og fámenn og Olivia geislaði – mitt uppáhalds brúðardress held ég bara yfir allt saman.

Ginnifer Goodwin og Josh Dallas

Er ég ein um það að vera að missa mig yfir því að ævintýri geta alveg orðið raunveruleikinn. Ginnifer og Josh kynntust við tökur á þáttaröðinni Once Upon a Time – hún fer með hlutverk Mjallhvítar hann er draumaprinsinn hennar – hversu fullkomið. Ég hef ekki enn séð myndir frá brúðkaupinu en það fór fram á Venice ströndinni, þau voru víst berfætt og hún kasólétt af fyrsta barninu þeirra.

f9aaeae4b975b7142a9fce7736efa3e9

Kim Kardashian og Kanye West

Þið vitið nú eflaust allt um þetta svakalega brúðkaup – maður getur svo sannarlega gert það sem maður vill ef maður á nóg af peningum ;) Ekki það að ég væri ekki alveg til í að fá að halda veislu á Versölum!

Angelina Jolie og Brad Pitt

10 árum og rúmlega það seinna þá hef ég tekið Angelinu í sátt – ég var sjáið þið til í Jennifer liðinu :) En dagur þeirra hjóna var greinilega mjög persónulegur og snerist bara um fjölskylduna þeirra – mér finnst þetta alveg fullkomið…

Lauren Conrad og William Tell

Um helgina var það svo Lauren Conrad sem giftist William Tell en þau hafa verið trúlofuð síðan í október. Ég er ekki búin að sjá neinar myndir og ég er að fara úr límingum. Ég fann þó eina mynd af Lauren með brúðarmeyjunum sínum þar sem þið sjáið þær í kjólunum sínum – en mig langar mest að sjá hennar.

6c929db67f78d10419fe23b8bf8f7750

Ég gæti í alvörunni hangið endalust á Pinterest og erlendum fjölmiðlum að dást að myndum úr brúðkaupi fræga fólksins. Ætli það sé ekki sérstaklega þar sem maður er að skoða myndir í leit af innblæstri fyrir sitt eigið.

EH

 

Útfyrir endimörk alheimsins!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ester Björk Magnúsdóttir

    15. September 2014

    Óó þú ert ekki ein um þetta! Elska að skoða brúðkaupsmyndir :)

  2. Anna Þorsteins

    15. September 2014

    Ég elska elska elska elska brúðkaupsdressið hennar Oliviu :)