fbpx

Heimagerðu maskarnir hennar Evu Laufeyjar

Ég Mæli MeðHárHúðReykjavík Makeup Journal

Uppáhalds, uppáhalds greinin mín í síðasta tölublaði Reykjavík Makeup Journal var ein af þeim sem ég skrifaði ekki sjálf heldur er hún eftir hina dásamlegu og einstöku Evu Laufey, sem þið ættuð nú flestar að kannast vel við!

Mig langaði að hafa eitthvað svona allt öðruvísi í blaðinu og úr varð að ég hafði samband við Evu og lagði undir hana hugmyndina mína. Við hittumst svo í kaffibolla, kjöftuðum um móðurhlutverkið og lögðum á ráð um að gera flottar blaðsíður í blaðinu með heimagerðum möskum. Ég hef sjaldan séð jafn girnilega maska á ævinni og marga hverja hefði ég alveg getað borðað með skeið og ekki tímt að setja framan í mig.

En mig langaði að deila með ykkur þessum æðislegu uppskriftum hennar Evu og minna enn og aftur á æðislega þáttinn hennar sem er nú sýndur á Stöð 2 á fimmtudögum. Ég er búin að prófa nokkrar uppskriftir úr þáttunum og þær eru æðislegar þessi dama er með sanna töfrafingur í eldhúsinu!

50 51 52

 Þið getið enn lesið 4. tbl Reykjavík Makeup Journal á netinu HÉR.

Hvernig væri nú að skella í heimagerða maska um páskana. Allt hráefnið í maskana fæst í verslunum Hagkaupa en þar er nú opið í flestum verslunum í dag ef ég man það rétt.

Annars vona ég að þið eigið dásamlegt frí, ég ætla að reyna að hlaða batteríin mín og halda áfram að skrifa 5. tbl RMJ sem er væntanlegt í maí. Svo ég held ég verði lítið sjáanleg hér á síðunni en ég minni á Facebook síðu bloggsins  – Reykjavík Makeup Journal – og svo finnið þið mig undir @ernahrund á Instagram – svona ef þið saknið mín!

Njótið páskanna með ykkar fólki***

EH

Lífrænar förðunarvörur sem segja sís

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Anna

    2. April 2015

    Vil benda á að þegar nota á hunang í maska þá verður að nota hrátt kaldpressað hunang…því ef hunang er hitað yfr 40 gráður þá missir það ensímin sem eru góð fyrir andlitið :)
    Ekki nota svona fljótandi hunang einsog er á myndinni þar sem það gerir ekkert fyrir andlitið