Eftir fjöldan allan af fyrirspurnum þá dreif ég loksins í þessu!Það sem þið þurfið er kerti – þetta er úr Ikea en er uppselt, kíkið neðar til að sjá kertin sem ég fann í gær – lím, bæði límin fást í föndurbúðinni í Holtagörðum stærra límið fékk ég fyrst hitt fékk ég í næstu innkaupaferð – límin gefa alveg sömu útkomu, svampbursta, pappír – hann fékk ég líka í föndurbúðinni Holtagörðum bað bara um matta kertapappírinn í afgreiðslunni en ég hef líka heyrt að pappírinn skipti ekki máli það sé límið, mér finnst áferðin á þessum bara svo falleg.
Update: Var að heyra það að föndurbúðir bæjarins eru ekki allar sammála um það hvaða lím á að nota. Ég mæli með því að þið prófið að kveikja á einu kerti áður en þið farið í mikla framleiðslu. Ég er búin að vera með kveikt á einu sem ég gerði með Decou Page líminu og það virkar og ég veit að Svana er að gera tilraun með kertunum sem hún gerði með Mod Podge líminu:) En svo er líka best að biðja bara um aðstoð í búðinni sem þið farið í! Ég ríf kantana meðfram myndinni þar til hún passar nokkurn vegin á kertið. Mér finnst flott áferðin sem kemur þegar ég ríf en það er auðvitað hægt bara að klippa. Setjið svo bara nóg lím og dreifið vel úr þeim og meðfram köntunum. Ég byrja á því að setja endann sem ég vil hafa undir á kertið og rúlla myndinni síðan á það. Passið að blaðið sé alveg uppvið kertið – að það myndist ekki neinar loftbólur.Hér er svo myndin komin á kertið. Ég passa að myndin meðfram toppnum og botninum sé alveg uppvið kertið.Að lokum doppa ég líminu svo yfir. Passið ykkur að ef þið gerið þetta þá verðið þið að doppa yfir ef þið strjúkið getur liturinn færst til. Mér var sagt að ef ég notaði laserprentara þá gerðist það ekki en mér finnst hann samt færast til. Af því límið er jú hvítt þá kemur svona hvít þoka yfir myndina en ég mái hana bara út með því að doppa yfir kertið svo með höndunum og taka þannig burt umfram límið. Í þessu skrefi passa ég uppá að kantarnir á blaðinu sé alveg uppvið kertið – enginn endi stendur út.Hér er svo lokaútkoman. Mæli með að þið látið kertin þorna yfir nótt. Stóru kertin eru úr Ikea, þau eru því miður uppseld og samkvæmt versluninni ekki væntanleg fyr en eftir 4-7 vikur. Minni kertin fann ég svo í Tiger í gærkvöldi svo veit ég að Svana notaði kerti frá systrunum Önnu og Klöru – þau eru aðeins minni en þessi í Tiger. Söstrene kertin eru á 399kr og Tiger kertin 500kr.Ég er aðeins byrjuð að dunda mér í því að pakka kertunum inn – ég væri alla vega til í að fá svona fínan jólapakka veit ekki með ykkur;)
Að lokum langar mig að bæta við að ég er búin að fá þónokkrar pósta og komment útaf myndunum sem ég er að nota en ég á bara því miður enga linka…. en sendið á mig línu á ernahrund@trendnet.is með hvaða mynd þið eruð að hugsa um og ef ég á hana enn þá get ég bara sent hana á ykkur:)
Góða föndurstund!
EH
Skrifa Innlegg