fbpx

Heimadekur með silki hreinsimaska

Ég Mæli MeðHúðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSensai

Það var orðið alltof langt síðan ég tók húðina mína í smá heimadekur svo ég splæsti í smá tíma fyrir sjálfa mig fyrir ekki svo löngu síðan og nýtti tækifærið til að prófa djúphreinsimaska sem ég fékk fyrir stuttu frá SENSAI sem er eitt allra vinsælasta snyrtivörumerkið hér á landi.

Það sem er svo einstakt við Sensai vörurnar er silkið sem þær innihalda sem styrkir húðina – silkið er Koishimaru silki.

Forsvarsmenn SENSAI tóku sérstaklega eftir því hvað húð á höndum kvenna sem unnu við silkivefnað var áferðafalleg og þeir trúðu því að hægt væri að nýta þessa uppgötvun á sviði snyrtivöruframleiðslu. Rannsókn þeirra leiddi þá á slóðir Koishimaru silkisins. Þessi einstaka vefnaðarvara var upphaflega eingöngu notuð í klæði japönsku konungsfjölskyldunnar og annarra háttsettra aðila. Efnið var vel rannsakað og í ljós kom að silkið bjó yfir ákjósanlegum eiginleikum til að auka framleiðslu á Hyaluronc Acid í húðinni sem er efni sem nærir húðina vel og bindur vatn og viðheldur þannig góðu jafnvægi í rakaframleiðslu húðarinnar.

Hér fyrir neðan sjáið þið maskann og getið lesið ykkur meira til…

maski copy

Silky Purifying – Silk Peeling Mask frá SENSAI

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá er þetta hreinsimaski og eiginlega bara djúphreinsimaski. Eitt af því sem merkið er þekktast fyrir er tveggjaþrepa hreinsikerfi þess sem er mjög heillandi og virkar sannarlega mun betur. Ég þríf húðina mína alltaf tvisvar sinnum á kvöldin, fyrst til að hreinsa yfirborðs óhreinindi og svo til að djúphreinsa húðina. Þessi maski getur í raun komið inn í tveggja þrepa hreinsunina í seinna skrefinu 1 sinni í viku eða oftar eftir ástandi húðarinnar. Fyrir mig er einu sinni líklega alveg nóg og fyrir ykkur sem eruð með ágætlega hreina húð.

Maskinn er borinn beint á hreina húð, tvær pumpur er nóg til að dreifa yfir alla húðina. Í honum eru örfínar púður silkiagnir og eftir því sem ég nudda maskanum yfir húðina þá hverfa þær smám saman, þá má segja að ég sé búin að virkja hreinsunarferlið. Svo þegar maskinn er reddí þá leyfi ég honum að vera á húðinni í smástund í viðbót – svona eina til tvær mínútur. Svo hreinsa ég hann vel af húðinni og gef henni raka með serumi og næturkremi.

Eftir notkun verður húðin mín silkimjúk og tandurhrein. Ég elska tilfinninguna sem ég fæ þegar ég finn hvað húðin mín er hrein, þá finn ég líka þegar ég set rakann á húðina að hann er að fara djúpt inní húðina en það er svo sannarlega þannig að allt virkar betur þegar húðin er hrein.

maski2

Ég veit ekki hvað það er en mér finnst alltaf sérstaklega skemmtilegt að nota maska þar sem sést að ég er með maska s.s. þá sem eru ekki glærir. Það gerir þetta svo mikið alvöru – og Instagram myndirnar verða miklu skemmtilegri! ;)

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Náttúrulegt á laugardegi

Skrifa Innlegg