Eruð þið ekki búin að vera að fylgjast með veðurspá næstu daga…! Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur bara verið dásamlegt undanfarið og ég vona að veðurspáin haldist góð það virðist þó vera smá bleyta á sunnudaginn en það er í lagi því þá verð ég bara að gíra mig upp fyrir JT;)
Í tilefni góða veðursins langaði mig að gefa tvo sólarglaðninga. Í kjölfar umfjallaninnar minnar um sólarvarnarvideoið sem ég vona að þið séuð búin að gefa ykkur tíma til að horfa á og ef ekki þá finnið þið það HÉR. Mig langar sumsé að gefa tveimur lesendum glæsilegan glaðning frá Hawaiian Tropic til að verja húðina næstu daga.
Ég veit ekki með ykkur en þegar ég finn ilminn af Hawaiian Tropic þá fer hugurinn beint á síðustu sólarlandaferð. Fyrir mér ilma vörurnar eins og sundlaugabakki á Spáni eða dásamleg strönd í framandi landi – já og meirað segja minna þær mig á skíðaferðina sem ég fór í til Ítalíu fyrir rúmum 10 árum síðan.
Síðan þá hafa auðvitað mætt þónokkrar nýjungar hjá merkinu en auðvitað eiga þær allar sameiginlegt að verja húðina.
Hér sjáið þið það sem glaðningurinn inniheldur – en hér er bara allt sem þið þurfið fyrir og eftir sólina.
Sensitive Face Sun Lotion SPF 30: Hér er um að ræða létta vörn fyrir andlitið sem er án olíu svo vörnin fer hratt inní húðina og skilur ekki eftir sig nein hvít för. Vörnin er mjög þunn og því þægilegt að bera hana á húðina.
Silk Hydration Protective Sun Lotion SPF15: Mér finnst þessi vörn ótrúlega skemmtileg en túban er eins á litin og kremið – það kemur svona skemmtilegt úr túbunni. Þessi vörn er mjög rakamikil og því frábær líka til að nota sem rakakrem fyrir húðina bara dags daglega. Ef þið ætlið t.d. að vera berleggja næstu daga í dásamlega íslenska veðrinu þá er þetta flott vörn til að verja húðina og gefa henni raka um leið!
Protective Dry Oil SPF8: Hér er svo flott vara fyrir ykkur sem viljið fá góðan lit en ég nota persónulega mjööög sjaldan olíu og ráðlegg engum kannski að nota hana dags daglega og sérstaklega ekki fyrir ykkur sem eruð með mjög viðkvæma húð – ég myndi alla vega fara extra varlega í hana. Oft er best að nota olíu þegar maður er farinn að venjast sólinni aðeins og svona í lok dagsins eftir að þið hafið verið með sterkari vörn yfir daginn. Þetta er samt ekki beint olía heldur olíugel svo þessi sullast ekki :)
After Sun Body Butter: Þetta get ég sagt ykkur að er dásamleg vara!! Ótrúlega múkt og þægilegt líkamskrem sem er með góðum raka og kælir húðina. Það inniheldur kókosolíu, shea butter og avókadó olíu. Þetta er fullkomið eftir sólina til að hjálpa húðinni að slaka aðeins á.
Það eina sem þið þurfið að gera er að smella á LIKE takkann á þessari færslu. Svo megið þið deila með mér hér í athugasemd undir fullu nafni hvaða sólasaga kemur í hugann ykkar þegar þið finnið ilminn af Hawaiian Tropic vörunum.
Í hádeginu á morgun mun ég svo velja tvær skemmtilegar minningar og fá eigendur þeirra sitthvorn glaðninginn. Ég mun birta nöfn sigurvegarana á Facebook síðu Reykjavík Fashion Journal svo fylgist endilega með henni á morgun ef þið takið þátt. Vinningana verður svo strax hægt að nálgast hjá mér fyrir sólina sem er framundan!
EH
Skrifa Innlegg