Ég bætti við nýjum fylgihluti í safnið fyrir sumarið – eða sko fyrir íslenska sumarið. Það kom hattur í nýjustu sendingu VILA fyrir helgi og ég sá ég bara varð að eignast hann svo ég ákvað að gleðja sjálfa mig með honum – já og splæsa í svart hvítar myndir bara svona til að verða enn meiri töffari þó svo hatturinn hafi nokkurn vegin séð um þau mál ;)
Hatturinn er sannarlega klassískur í sniðinu, áferðafallegur og mjög veglegur en hann kostar 6490kr í VILA sem er mjög sanngjarnt verð fyrir svona hatt. Hattar eru búnir að vera mjög áberandi í tískumiðlum síðustu misseri og mér hefur þótt sárvanta flotta hatta hér á landi eða alla vega úrval af þeim. Ég á einn frá henni Janessu Leoni úr JÖR sem er algjört æði, ég valdi mér dökkgrænan, á einn bláan svo það var ekki erfitt að velja þennan í svörtu.
Hattur: VILA frá Pieces – til svartur eins og minn og líka dökkblár. Hattarnir koma í tveimur stærðum S/M og M/L – ég er með minni stærðina. Passið þegar þið eruð að velja ykkur hatta að þeir sitji vel á hausnum, maður á ekkert endilega að þurfa að draga hann langt niður á enni hann á bara að sitja vel. Líka ef þið viljið nota hatta hér á Íslandi er um að gera að velja einn sem situr sem fastast á ykkur, annars er líklegra en ekki að hann fjúki bara af! ;)
Mæli með þessum til að næla sér í nokkur töffarastig – mér sýnist ég alveg vera að rokka þennan – alla vega með svona fínan andasvip, myndavélasvipurinn klassíski sem ég ber aldrei framan á mér nema myndavél eða spegill beinist að mér. Aðalsteinn gerir óspart grín af mér en æjj við eigum allar svona svip er það ekki ;)
Þessi verður góður í íslenska sumrinu – ég tók hann líka þannig að hann sæti pikkfastur svo hann á ekki að fjúka!
EH
Skrifa Innlegg