fbpx

Hátíðarneglur #3

Ég Mæli MeðJólagjafahugmyndirneglur

Ég kíkti í heimsókn í Sævar Karl í morgun í smá myndatöku sem ég sýni ykkur innan skamms. Draumur minn um að fá að klæðast drauma Alexander Wang skónnum rættist í morgun og ég svíf um á skýji þessa stundina útaf því!

Í leiðinni ákvað ég að stelast til að gera neglurnar fínar fyrir kvöldið en við kærustuparið erum að fara útað borða og svo á jólatónleika. Ég skellti á mig tveimur umferðum af þessu truflaða lakki frá Deborah Lipman en fyrir var ég með grábrún naglalakk en þessi litur er dáldið gegnsær og svartur með stórum gylltum glimmerögnum.

hátíðarlakk#3

Liturinn heitir því skemmtilega nafni Cleopatra in New York.

hátíðarnelgur#32

Það er hellingur af svona skemmtilegum glimmerlökkum inní Sævari Karl. Ég er að pæla í að fara að venja mig á að kíkja reglulega í heimsókn þangað til að gera neglurnar fínar og fá rjúkandi heitan kaffibolla. Það bjargaði mér alla vega alveg í morgun – það og yndislegur félagsskapur skvísanna í búðinni :)

Glimmerlökkin virðast vera að tröllríða öllu fyrir þennan árstíma. Það er eiginlega undantekning ef það er ekki hægt að fá einhvers konar glimmerlakk hjá merkjunum núna – en mér finnst það bara gaman!

EH

Íslenskt tvíeyki í London slær í gegn í MAN Magasín

Skrifa Innlegg