fbpx

Hátíðarlökkin frá OPI

Ég Mæli MeðJól 2014JólagjafahugmyndirneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPI

Hátíðarlínur snyrtivörumerkjanna sem fást á Íslandi streyma nú í verslanir – eða þær sem munu koma til Íslands. OPI línan mætti fyrir stuttu og eins og áður fékk ég nokkur lökk til að prófa og sýna ykkur. Línan í ár er talsvert frábrugðin því sem hún var í fyrra en aðal ástæðan er líklega sú að konurnar sem hönnuðu línurnar eiga lítið annað sameiginlegt en að vera báðar söngkonur :)

Í ár er það Gwen Stefani sem hannar litina. Gwen hannaði línu fyrir OPI í upphafi ársins og sú lína gekk alveg ótrúlega vel og var mjög vinsæl. Ég skrifaði um hana HÉR. Gwen og OPI finnst mér eiga ótrúlega vel saman enda er þetta söngkona sem er þekkt fyrir stílinn sinn, í fötum, förðun, hári og nöglum. Hún veit vel hvað hún vill og hvað henni finnst flott og hátíðarlína ársins endurspeglar söngkonuna vel.

gwen-stefani-x-opi-holiday-2014

Hér sjáið þið litina sem eru í línunni í ár, hér eru heilir litir, metallic litir, glimmer yfirlökk og frábært úrval af litum!

OPI Gwen Stefani Holiday 2014

Hér sjáið þið lökkin sem ég valdi mér til að prófa – eins og áður er ég alltaf með tvær umferðir…

opihátíð7

Rollin’ in Cashmere

Þessi litur greip mig fyrst – enda ekki skrítið hann er gullfallegur í glasinu og kemur eins út á nöglunum. Gull á alltaf við um hátíðirnar og liturinn setur þær í hátíðarbúning. Eins og þið sjáið þá sjást reyndar rákirnar í litnum á nöglunum og ég hefði þurft að vanda mig aðeins betur með strokurnar – ég mun passa það betur næst en það er helst ein nögl sem mér finnst ekki alveg nógu góð. Liturinn er hins vegar sá glæsilegasti.

opihátíð6

Unfrost My Heart

Myndin gefur ekki þessu lakki nógu góða sýn á hvernig það er í raun – flassið keyrir litinn dáldið upp en ég var að taka myndirnar svo seint að ég gat ekki tekið þær án þessi… En Þetta metallic lakk er æðislegt og fullkomið hátíðarlakk – neglurnar verða dáldið eins og jólakúla – tryllingslega flott og skemmtilega ólíkt silfraða lakkinu sem var í síðustu línu Gwen fyrir OPI – þar var liturinn hreinni þessi er meira metallic.

opihátíð4

Christmas Gone Plaid

Ég er alveg vitlaus í þennan lit – enda grænn og ég er nú sérstaklega hrifin af grænu naglalakki. Þessi dökki græni litur kemur skemmtilega út en mér fannst liturinn þó ekki alveg nógu jafn – ég hefði þurft að hrista lakkið betur áður en ég setti það á. Liturinn er líka mun dekkri á nöglunum heldur en í glasinu en græni tónninn er samt skemmtilegur og öðruvísi. Þetta er svona töffara grænn litur og ekta ég!

opihátíð3

So Elegant

Eina yfirlakkið sem ég prófaði, þetta kom mér skemmtilega á óvart. Mig langaði mest að prófa það því það bar einhvern vegin ekki með sér hvernig það væri. Í lakkinu eru fínar svartar agnir í bland með stærri silfurögnum. Á settlegan hátt poppar það uppá neglurnar en hafið í huga að þar sem agnirnar eru ansi stórar þarf að vanda sig við að setja þær á – því það koma ekki margar úr penslinum. Ég þurfti nánast að taka silfur agnirnar og setja þær á neglurnar og lakkaði svo yfir til að fá svörtu agnirnar – þó þetta hafi verið smá basl er útkoman engað síður skemmtileg. Kosturinn síðan við stóru agnirnar er að það er auðveldara að ná svona yfirlakki af heldur en glimmerlakki ;)

Ég þarf að prófa þetta lakk með fleiri lökkum úr línunni ég held t.d. að það verði sérstaklega flott yfir metallic silfurlitaða lakkinu!

opihátíð2

 First Class Desire

Hér sjáið þið uppáhalds lakkið mitt úr línunni og eitt flottasta lakk frá OPI sem ég hef séð! Lakkið er plómurautt á litinn með gylltum glimmer ögnum og það kemur sjúklega vel út. Þetta er eina lakkið sem ég hefði eiginlega ekki þurft að setja eina umferð í viðbót af. Þessi litur er strax búinn að stimpla sig inn sem einn sá vinsælasti úr línunni hér á landi eftir að línan fór í sölu fyrir um það bil viku síðan – svo ef ykkur líst á hann hafið þá hraðar hendur. Ég er alla vega mjög ánægð með að vera komin með þennan – þessi er skyldueign að mínu mati!

Hér fyrir neðan sjáið þið svo öll lökkin úr línunni sem ég fékk að prófa – litlu glösin eru þau sem eru í mini settinu og litirnir þar eru sérstaklega hátíðlegir. Rauði liturinn er virkilega flottur en ég verð að segja að fjólublái liturinn er sá flottasti í settinu að mínu mati og kemur miklu flottari út en liturinn á glasinu gefur til kynna.

opihátíð

Það eru reyndar tveir litir í viðbót sem mig langar að prófa úr línunni eftir að hafa skoðað myndir af lökkunum betur það eru litirnir Love is Hot and Coal og Sleigh Parking Only – ef þið eruð eins og ég hrifnar af dökkum litum þá eru það litir sem þið ættuð að skoða.

Mini settið og innihald þess fáið þið að sjá meira um á næstu dögum – lofa!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ég tryllist yfir þessum pakkningum...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    16. November 2014

    ú þessi síðasti er meeeega næs! Ætla að reyna að næla mér í hann:)