fbpx

Hápunktar Óskarsins & rauði dregillinn

FashionFræga Fólkiðmakeup

Viðvörun – færslan er löng, stútfull af tísku, fallegu fólki og spoilerum um Óskarsverðlaunahátíðina!

Hrikalega er gaman að horfa á Óskarinn!!! Kvöldið byrjaði ótrúlega vel og fyrsta atriði kvöldsins var þegar söngvarinn Pharrell Williams flutti lagið Happy sem er án efa eitt af mínum uppáhalds lögum sérstaklega þar sem sonur minn dýrkar það og Aulinn Ég 2. Það að hann hafi fengið allar Hollywood stjörnurnar til að fara á fætur og dansa með sér er afrek útaf fyrir sig. Snapchat vinir mínir fengu að sjá það þar sem ég var svo heppinn að ná því akkurat þegar Pharrell steig létt spor með Lupitu Nyong’o, Meryl Streep og Amy Adams!

kZ3We1TEllen DeGeneres fór að mínu mati á kostum sem kynnir, hún styllti húmornum og gríninu í hóf og gerði þetta vel. Hún var ótrúlega virk á Twitter þó á meðan hátíðinni stóð og birtist reglulega í salnum að rölta á milli stjarnanna og tók selfie af sér og fræga fólkinu. Meðal annars tók hún mynd af sér með án efa einhverjum af frægustu stjörnum nú og allra tíma….BhxWutnCEAAtEQ6Mjög skemmtileg mynd en á Twitter segist Ellen óska þess að Bradley væri með lengri hendur en Jaredo Leto sleppur varla inná myndina – bara annað augað hans:)

En að aðalatriðinu og það eru kjólarnir á Óskarsverðlaunahátíðinni!!!

Amy Adams – Gucci Couture

Amy er ein af þessum stjörnum sem ég man ekki eftir að hafi klúðrað oft lúkkinu á rauða dreglinum, alla vega ekki á Óskarnum. Kjóllinn er ofboðslega fallegur og klassískur og er án efa einn af flottustu kjólum kvöldsins að mínu mati. Sjálf segist hún hafa leitað í innblástur til 6. áratugarins þegar hún var að leita af kjól fyrir kvöldið. Hana langaði einnig að hylla leikkonuna Kim Novak í myndinni Vertigo með kjólnum.

amy-adams-oscars-2014-academy-awards

Olivia Wilde – Valentino

Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með bæði Olivu og Kerry breikka með hverru verðlaunahátíðinni. Ég man hvað mér fannst erfitt að klæða mig bara til að fara í vinnuna þegar ég er ólétt en sjitt hvað ég er fegin að hafa ekki þurft að velja mér kjól fyrir Óskarinn! Olivia tók þó fram að hún hefði með hjálp tískuhússins fengið að breyta kjólnum svo hann hentaði kúlunni. Virkilega falleg kona í fallegum kjól – sem er með vösum – æði!! En Olivia fær hrós fyrir fallegustu förðun kvöldsins, cat eyeliner – sjúklega flott förðun og ég fylgdist vel með hvort það væru smit frá eyelinernum á augnlokunum hennar en það voru engin. Svona á að gera þetta!

olivia-wilde-oscars-2014-academy-awards

Lupita Nyong’o – Prada

Stjarna kvöldsins sem fékk sína eigin færslu – það þýddi ekkert annað og ég hvet ykkur til að lesa umsögnina mína um þessa fallegu konu HÉR.

og VÁ!!! hvað ég grenjaði þegar hún VANN!!!

lupita-nyong-o-oscars-2014-academy-awards

Kerry Washington – Jason Wu

Það geislar alveg af henni Kerry sem klæddist fyrsta kjólnum frá Jason Wu sem birtist á rauða dreglinum fyrir Óskarsverðlaunahátíðina. Einfaldleiki kjólsins er ómótstæðilegur og fallegu smáatriðin eins og hvernig kjóllinn er brotinn saman efst og silfraða klemman sem virðist halda kjólnum saman. Liturinn fer dökku húðinni hennar Kerry vel og varaliturinn er æðislegur – minnir mig smá á förðunina hennar Beyonce á Grammy hátíðinni. Ef þið eruð ekki að fylgjast með Scandal með Kerry þá eruð þið að missa af miklu!!

kerry-washington-oscars-2014-academy-awards-ftr

Naomi Watts – Francisco Costa f. Calvin Klein

Naomi er líka ein af þeim sem er alltaf flott á rauða dreglinum. Kjóllinn er ótrúlega einfaldur við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð koma öll fínu smáatriðin, perlurnar og steinarnir sem eru eflaust handsaumaðir í kjólinn. Förðunin er æðisleg og ég dýrka að hún sé með rauðan varalit því Naomi er venjulega með mjög hlédræga förðun. Mér fannst mjög gaman þegar ég sá að lagið á hálsmeninu hennar er eins og munstrið á töskunni – stundum er það smáatriðin sem skipta máli.

naomi-watts-oscars-2014-academy-awards

Jennifer Lawrence – Christian Dior

Það er óskrifuð regla að mati tískuheimsins að rauðir kjólar eigi ekki heima á Óskarsverðlaunahátíðinni. Jennifer ákvað ekki að fara eftir því sem var svo sem hárrétt ákvörðun því fallegur er kjóllinn og leikkonan sem klæðist honum. Allur heimurinn fylgdist með leikkonunni detta þegar hún var á leið uppá svið í fyrra að taka við styttunni sinni svo það var vel fylgst með henni í ár. Leikkonan datt að sjálfsögðu líka á rauða dreglinum núna en það fyrsta sem ég hugsaði var – ætli þetta hafi verið viljandi? En tískuhúsið Dior fékk auðvitað bestu auglýsingu sem hægt væri að óska sér á síðasta ári. Hálsfestin sem sneri eiginlega öfugt – en hún lá niður eftir bakinu – virkilega smekklegt og þetta verður eflaust áberandi trend í tískuheiminum á næstunni eins og hárbandið hennar Lupitu.

jennifer-lawrence-oscars-2014-academy-awards-ftr1

Cate Blanchett – Armani

Vá hvað Cate geislar í þessum fallega Armani kjól. Hún er stórkostleg í þessum kjól og Cate er svo sem alltaf skotheld á rauða dreglinum og vá hvað konan eldist vel, alveg yndislega falleg kona. Cate vann að sjálfsögðu Óskarsverðlaunin fyrir besta leik kvenna í aðalhlutverki fyrir myndina Blue Jasmine.

cate-blanchett-2014-oscars-academy-awards-2014

Julia Roberts – Givenchy

Það er eitthvað við þennan blúndukjól sem heillar mig, einn af mínum uppáhalds kjólum – ég er heilluð af heildarlúkkinu hennar. Það eru þó ekki allir sammála um ágæti þessa kjóls og mörgum finnst illa gengið frá blúndunni. Æjj pff.. Julia er svo mikil uppáhalds mér finnst hún skvísa – pant verða svona þegar ég er orðin þriggja barna móðir! Skórnir eru samt eitthvað ekki að passa við kjólinn að mínu mati, hefðu mátt vera töluvert einfaldari og jafnvel ekki opnir í tánna.

julia-roberts-2014-oscars-academy-awards-2014

Jessica Biel – Chanel

Frú Justin Timberlake verður að vera með á listanum mínum, mér finnst hún alltaf mjög elegant á rauða dreglinum. Hún tekur svo sem engar áhættur en kommon konan gifti sig í bleikum kjól, það gerist ekki djarfara. Ég hlakka til að rekast á hana á Laugaveginum í haust svo við getum borið saman stílbækur okkar – ég má láta mig dreyma:)

jessica-biel-2014-oscars-academy-awards-2014

Sandra Bullock – Alexander McQueen

Það kom mér mikið á óvar þegar ég heyrði að kjóllinn væri frá Alexander McQueen þar sem hann er mjög ólíkur því sem við höfum vanist frá tískuhúsinu. Engu að síður er kjóllinn fullkominn og allt annað en það sem við sáum Söndru klæðast á Golden Globe hátíðinni (ég var ekki fan). Blái liturinn virðist einkenna marga kjólana á hátíðinni – ég skil það vel liturinn er klassískur og eldist vel. Sandra var með dökkt smoky og ljósbrúnan varalit og hárið tekið til hliðar. Virkilega fallegt heildarlúkk.

sandra-bullock-oscars-2014-academy-awards-ftr

Emma Watson – Vera Wang

Emma Watson vill alls ekki vera þekkt sem barnastjarna lengur og hún er svo sannarlega búin að festa sig sem eitt af stíliconum áratugarins. Kjóllinn hennar er að mínu mati 2. flottasti kjóll kvöldsins á eftir Prada kjólnum hennar Lupitu. Þessi kjóll kemur bara svo ótrúlega mikið á óvart og þetta er ekki típískur Óskarsverðlaunakjóll, mér finnst hún svolítið fylgja í fótspor Gwyneth Paltrow og Kate Hudson sem fara alltaf tískuleiðina á rauða dreglinum, taka áhættu og nenna ekki þessu klassíska. Þessi dásamlega fallega Lancome fyrirsæta er að sjálfsögðu með óaðfinannlega förðun og brúntóna förðunin passar rauða varalitnum vel og meirað segja silfraða kjólnum. Takið svo eftir hringunum á fingrunum hennar – algjör töffari.

emma-watson-2014-oscars-academy-awards-2014

Angelina Jolie – Elie Saab

Kjóllinn öskrar nánast nafn hönnuðarins en ég vissi það bara þegar ég sá hann að þessi væri frá Elie Saab. Angelina var heiðruð fyrir störf sín í þágu mannréttinda í ár og hlaut Honorary Oscar fyrir framlag sitt. Það var yndislegt að sjá hvernig Brad sýndi konunni sinni með einföldum en ástríkum kossi á höfuðið hennar hve stoltur hann var af henni. Angelina er líka ein af þeim sem gerir engin mistök í val á kjól fyrir rauða dregilinn en hún er þó aldrei fyrirsjáanleg. Angelina var með sína signature förðun á hátíðinni, kisulega augnförðun en þó dramatískari og mýkri en oft áður.

angelina-jolie-2014-oscars-academy-awards-2014ohh sjáið þessi hjón!! – ómótstæðileg og eins og þið vitið tískufyrirmyndir okkar Aðalsteins. Ég hef loksins fyrirgefið Brad fyrir að fara frá Jennifer Aniston og fyrirgefið Angelinu fyrir að stela honum, þetta var komið gott og hvernig er hægt að fara í fýlu útí þessi tvö….brad-pitt-angelina-jolie-2014-oscars-academy-awards-2014

Charlize Theron – Dior

Ahh ég var að vona að við myndum sjá Charlize með Sean Penn uppá arminn og staðfesta þar með sögusagnirnar um ástarsamband þeirra á milli. Engu að síður var Charlize gullfalleg í kjól frá Dior á rauða dreglinum, kjóllinn er talsvert ólíkur því sem við sáum Jennifer í en það er frábært að sjá svona breytt úrval frá þessu fallega tískuhúsi á hátíðinni. Þetta er kjóll sem virðist bara vera svartur en mér finnst hálfu hlýrarnir og gegnsæja pilsið alveg ótrúlega fallegt og ef ég hef ekki notað þetta lýsingarorð nógu oft þá er þetta mjög klassískur kjóll.

charlize-theron-2014-oscars-academy-awards-2014

Kate Hudson – Versace

Tískugúrúar heimsins eru sammála um að Kate steli hér stílnum frá vinkonu sinni Gwyneth Paltrow þegar hún klæddist hvíta Tom Ford kjólnum á hátíðinni árið 2012. Ég dýrkaði þann kjól og ég dýrka þennan og sérstaklega Kate í honum. Það eru fáar konur sem myndu höndla þennan kjól en tvær þeirra eru klárlega Kate og Gwyneth. En kommon Kate var ekki sú eina sem var með skikkju – Camilla Alvarez konan hans Matthew McConaughey var líka með eina svoleiðis.

kate-hudson-academy-awards-2014

Margot Robbie – Saint Laurent

Já!! Leikkonan mætti dökkhærð á rauða dregilinn og með þessa förðun og hárgreiðslu er hún eins og klippt útúr 40’s bíómynd. Hárbreytingin fer henni ótrúlega vel en hárinu breytti hún fyrir mynd sem hún var að klára að taka upp í Nýja Sjálandi, Z for Zacharia. Kjóllinn er einfaldur og hún hefur valið að fara örugga leið í kjól eftir Heidi Slimane hjá Saint Laurent. Ég verð að segja að mér fannst Golden Globe lúkkið flottara en ég er að meta hárið, það kæmi mér þó á óvart ef hún breytir því ekki strax aftur. Kontrastarnir í andlitinu eru fallegir og fjólublái varaliturinn er æði.Margot-Robbie-Oscars-2014

Jared Leto

Þessi undursamlega fallegi maður bar af öllum karlmönnunum sem gengu eftir rauða dreglinum. Fyrst þá verð ég að dást að hárinu hans – væri alveg til í þennan fallega lit og sjáið þessa liði! Algjör töffari sem ég er ánægð að sé að slá í gegn aftur. Jared mætti með mömmu sinni sem var með varalit í stíl við slaufuna hans. Það var alveg dásamlegt að fylgjast með hvað hún var stolt af syni sínum þegar hann vann Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í Dallas Buyers Club. Ég sat með tárin í augunum þegar hann þakkaði móður sinni fyrir að hvetja hann áfram í að fylgja draumunum sínum. Hann sendi einnig íbúum Úkraínu og Venezuela baráttukveðjur.jared-leto-2014-oscars-academy-awards-2014Ég þakka þeim fyrir sem nenna að lesa í gegnum þessa löngu færslu sem ég skrifaði einmitt á meðan ég horfði á hátíðina sem var mjög skemmtileg.

Hver var í uppáhaldi hjá ykkur – og hvað finnst ykkur um mína skoðun, endilega deilið með mér ykkar pælingum í athugasemdum hjá mér :)

EH

Sannkallað Öskubuskuævintýri

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. loa

    3. March 2014

    Fyrst vil ég segja að Þetta var frábært hjá þér! :)
    Kjólaröðun að mínu mati:
    1. Amy Adams
    2. Sandra Bullock
    3. Charlize Theron
    Kveðja lóa <3

  2. Sigríður

    3. March 2014

    Vá svakaleg samantekt hjá þér, algjört æði!

  3. Andrea Rún Carlsdóttir

    3. March 2014

    Jared Leto er fallegasti maður sem til er

  4. Birgitta

    4. March 2014

    Mér fannst ógeðslega fyndið að lesa þetta með Pitt og Aniston, ég er ekki enn búin að fyrirgefum neinum þeirra. Haha! Vissi ekki að aðrir hugsuðu eins og ég :)

    • hahaha! Ég hélt ég væri líka ein sem væri svona lengi að fyrirgefa þeim – æjj hvað mér finnst gott að vita að ég sé ekki þrjóskust í heimi :D;)

  5. Inga Rós

    4. March 2014

    Lupita bar af í fallegasta kjólnum en Kate Hudson er klárlega mesti töffarinn, elskana.