fbpx

Hamingjusamt afmælisbarn

Lífið Mitt

Dagurinn í dag er búinn að vera fullkominn í alla staði – ég vaknaði einu ári eldri. Fyrsti afmælisdagurinn sem mamma var frábær. Að vera mamma gerir lífið eitthvað svo mikið yndislegra, ég veit ekki hvað það er. Við buðum nánustu í brunch eftir hádegi og áttum yndislega stund með þeim.

Hér erum við mæðginin í fullu fjöri – Tinni Snær var ótrúlega hress og teymdi alla um íbúðina með sér á meðan hann laumaði sér í bita af öllum diskum. Ég er viss um að barnið hafi borðað heila melónu í þokkabót!
Screen Shot 2013-10-27 at 4.53.00 PM
Fjölskyldan mín þekkir mig ótrúlega vel og um 80% af pökkunum komu úr uppáhalds búðinni – Hrím. Ég fékk svo mikið fallegt og er svo þakklát fyrir þetta yndislega fólk mitt.
Screen Shot 2013-10-27 at 4.52.53 PM
Ég sýni ykkur innihald gjafanna seinna – núna ætla ég að njóta þess sem eftir er af deginum með strákunum mínum.

Takk allir þeir sem eru búnir að senda mér afmæliskveðjur – það er svo dýrmætt að eiga góða að sem kunna að gleðja mann með fallegum orðum***

EH – einu ári eldri og vitrari!

Forsíðustúlka

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Erna

    28. October 2013

    Til hamingju með afmælið! Lítur út fyrir að hafa verið góður dagur.

    Ég er með eina ósk um bloggfærslu. Mig langar til að biðja þig um skrifa færslu um lífrænar snyrtivörur með áherslu á förðunarvörur. Ég held það sé mikil vitundarvakning meðal ungra kvenna um slæm innihaldsefni í mörgum snyrtivörum, en margar (ég þar með talin) er svo fastar í sínum gömlu merkjum og hreinlega vita ekki hvar þær eiga að byrja þegar kemur að hinum lífrænu.

    Kærar þakkir,
    Erna B.

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. October 2013

      Sæl nafna! Frábær uppástunga og ég er sammála þér með vitundavakninguna – sérstaklega eftir fréttir síðustu daga. En ég hef nú þegar skrifað um merkið Benecos – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/lifraent-vottadar-fordunarvorur/ og vörurnar hennar Sóleyjar – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/islenskar-snyrtivorur/ ég er svona aðeins að reyna að sía í gegnum það sem er í boði hér en því miður þá er ekki nógu mikið úrval hér á Íslandi og ég hef aðeins verið að hugsa hvort ég eigi að taka einhver merki fyrir sem eru fáanleg erlendis og þá þau sem hægt væri að kaupa í gegnum netið:) Því miður hefur mér fundist þær lífrænu förðunarvörur sem hafa fengist hér ekki nógu góðar til að nota eingöngu en ég tel að það verði mikil framför í þessum efnum á næstu árum. Einnig finnst mér á því sem ég les mér til um og hef heyrt um hjá mörgum merkjum að það er líka vitundarvakning hjá þeim og mörg merki eru ekki með vörur sem innihalda parabenefni. En ég tek þetta til greina og lofa að koma með færslur um eh merki á næstunni. En með svona vill maður vera 100% viss með allar upplýsingar áður en maður setur eh frá sér ég vil nefninlega alls ekki koma með vitlausar upplýsingar ;)

      Takk fyrir afmæliskveðjuna***
      EH