fbpx

Forsíðustúlka

Ég Mæli MeðLífið MittReykjavík Makeup JournalTinni & Tumi

Ég var svo uppi með mér þegar ég fékk símtal á síðasta mánudag frá henni Marín Möndu sem sér um Lífið sem fylgir Fréttablaðinu á föstudögum. Hún bauð mér að koma í viðtal sem ég þáði með þökkum og svo skaut hún því inní lokin að hún væri að hugsa um að þetta yrði forsíðuviðtal. Ég fékk samstundis fiðring í magann, aldrei átti ég von á því að fá slíkan heiður.

Ég hef oft farið í svona styttri viðtöl og rætt um hvað mér finnst að konur ættu að eiga þegar kemur að snyrtivörum og gefið góð ráð en þetta viðtal er mun persónulegra en nokkuð sem ég hef farið í áður. Mér fannst það ótrúlega gaman og frábært tækifæri til að fá aðeins að koma sínum skoðunum á framfæri og gefa lesendum mínum (ykkur) tækifæri á að kynnast mér betur. Ég tala ekki bara um blaðið heldur líka aðeins hver hugsunin á baksvið slitopinberunina mína var – ef þið hafið ekki séð hana þá finnið þið færlsuna HÉR. Ég hvet ykkur til að lesa viðtalið en þið sjáið það hér – LÍFIÐ – ef þið eruð búnin að lesa viðtalið þá megið þið endilega segja mér hvað ykkur fannst.

Mig langar líka að þakka GK Reykjavík kærlega fyrir lánið á fötunum sem ég var í á forsíðunni!

image copyimage copy 3image copy 2

HÉR getið þið séð viðtalið inná Lífinu á Vísir.is og HÉR getið þið séð baksviðs myndir úr forsíðumyndatökunni þar sem við Marín skreyttum meðal annars krítartöflu til að lífga uppá bakgrunninn:)bilde-10Ég er þó ekki eini fjölskyldumeðlimurinn sem endaði í fjölmiðlum þessa vikuna en sonurinn er umfjöllunarefni í nýjasta tölublaði Vikunnar – ég hvet ykkur til að lesa um Sjarmörinn í Eymundsson öðru nafni Tinni Snær. En við rákumst á hana Guðríði, blaðamann Vikunnar, sem var í sólarhringsferð á Akureyri en þangað ferðaðist hún í strætó og umfjöllunin hennar um ferðina er mjög skemmtileg:)photo copyTakk kærlega fyrir mig Marín og Lífið***

EH

@aswegrow

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sólveig

    27. October 2013

    Þú ert svo mikil fyrirmynd! Flotta kona! :)

  2. Elísabet Gunn

    28. October 2013

    Æðislegar myndir af þér og fallegt viðtal – áfram þú!! <3

  3. Sunna Guðný

    5. November 2013

    Hvaðan er munstraða yfirhöfnin sem þú ert í á baksviðs myndinni? :)