fbpx

Gucci, Gucci, Gucci!

FallegtFashionFyrirsæturGUCCITrend

„Don’t mess with me“ voru orðin sem mátti lesa af vörum fyrirsætanna sem löbbuðu fyrir tískuhúsið Gucci á sýningunni fyrir tísku næsta hausts sem fór fram í Milan í dag. En tískuvikan í Milan hófst einmitt í dag. Sem þýðir að þessar fjóru stóru eru hálfnaðar…. búhúhú:(

Þegar þið farið í gegnum myndirnar hér fyrir neðan hljótið þið að vera sammála mér með það að flíkurnar eru einstaklega vel sniðnar og úr fallegum efnum. Það sem mér finnst persónulega standa uppúr eru flíkurnar í lok sýningarninnar þar sem ólíkum efnum er blandað saman – eins og fjaðrirnar og dásamlegu silkiefnin.

Eins og þið ættuð nú að taka eftir er Frida ófrísk en hún á von á sínu fyrsta barni með framkvæmdastjóra Gucci, Patrizio di Marco og mun taka sér smá fæðingarorlof frá deginum í dag fram að næstu sýningu frá tískuhúsinu sem er í júní þar sem karlalínan fyrir næsta sumar (2014) verður sýnd. Barnið verður án efa mjööög vel klætt!

Vetrarlínan er alveg gjörólík sumarlínunni sem þið getið séð HÉR en þrátt fyrir það er áherslan sem Frida hefur sett í hönnun merkisins undanfarið til staðar – Gucci kjarninn er ekkert að breytast sem ég kann að meta – þá er ég að vísa í kraftinn sem er svo áberandi í flíkunum.

EH

Bjútí - Katie Holmes

Skrifa Innlegg