Hrím á Laugaveginum er ein af mínum uppáhalds verslunum – þó ég kíki reglulega í heimsókn finnst mér alltaf eins og ég sé að sjá nýja hluti í hverri heimsókn. Mér finnst gluggaútstillingar verslunarinnar sérstaklega skemmtilegar og líflegar og gefa manni góða hugmynd um hvernig er hægt að gera fallegt heimili með vörum úr versluninni – það er þó ekki alltaf allt í gluggunum til sölu í versluninni – húsgögnin eru t.d. notuð til að fegra útstillingarnar aðeins:)
Það er svo ótrúlega mikið á þessari mynd sem mig langar í – væri mikið til í bambapúðann og ullarteppið sem liggur þarna ofan á er draumateppi okkar hjóna. Bæði afmæli og jól náglast óðum vonandi mun eitthvað fallegt úr Hrím leynast í einhverjum pakka:)
Þegar ég sá nýju gluggaústillingu verslunarinnar ákvað ég að líta aðeins yfir þær eldri – ég tók þær saman en myndirnar fékk á að láni af Instagramsíðu Hrím – @hrimhonnunarhus.
Ég er mikill aðdáandi þessarar verslunar og hef verið fastagestur þarna síðan verslunin opnaði og oftar en ekki labbað út með smá poka – fyrir mig eða vini og vandamenn.
EH
Skrifa Innlegg