fbpx

Nýtt andlit Biotherm

BiothermFræga Fólkið

Nýlega var tilkynnt um nýtt andlit hjá snyrtivörumerkinu Biotherm. Leikonan Leighton Meester sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Blair Waldorf í Gossip Girl.

Þessi unga og fallega kona smellpassar fyrir vörumerkið að mínu mati. Leighton höfðar til stærsta markhóps merkisins og náttúruleg fegurð hennar og útgeislun mun án efa styrkja merkið útá við.

fs-biotherm-meester

 “What I love about Biotherm is that it’s always evolving and changing and becoming more modern,” segir leikkonan en fyrstu herferðir hennar fyrir merkið munu birtast í byrjun ársins 2014.

Ég man eftir því þegar ég prófaði Biotherm vörurnar í fyrsta sinn en þær fékk ég að gjöf þegar ég fermdist á 14 aldursári. Mín reynsla af vörunum er mjög góð og ég er t.d. mjög hrifin af BB kreminu þeirra. Það er stútfullt af góðum raka og eitt af fáum kremum sem lætur mér líða vel í húðinni án þess að nota rakakrem undir – sem er mjög sjaldgæft hjá mér þar sem ég er með mjög þurra húð. En það verður góð lýsing á kreminu já og BB kremum yfir höfuð í Reykjavík Makeup Journal sem er nánast tilbúið – ég er bara að bíða eftir síðustu auglýsingunum.

HÉR er Facebooksíða Biotherm á Íslandi.

EH

Með eða án eyeliner

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Carmen

    17. October 2013

    Elska’na! Hún er tilvalin í þetta “hlutverk” ;)